Útgáfuhóf: Andlit - Bjarni M. Bjarnason rithöfundur
03.11.2025
Verið öll hjartanlega velkomin á útgáfuhóf tragikómískru skáldævisögunnar Andlit, eftir bæjarlistamann Garðabæjar (2019), Bjarna M. Bjarnasonar.Andlit er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi. Andlit kom fyrst út árið 2003 og „telst með okkar bestu skáldævisögum,“ eins og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgefandi, segir í eftirmála bókarinnar. Nú er þessi marglofaða bók gefin út á ný í aukinni útgáfu.
Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.
Bjarni M. Bjarnason hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dúnstúlkuna í þokunni (2023).
Útgáfuhófið er hluti af Löngum fimmtudögum á bókasafninu í nóvember.
Önnur dagskrá:
13. nóv kl. 19:30 Jólabókaspjall bókasafnsins. Rithöfundar ársins eru þau Sigríður Hagalín, Lilja Sigurðardóttir og Hrannar Bragi Friðriksson. Brynhildur Björnsdóttir stýrir spjallinu á sinn einstaka hátt.
20. nóv kl. 19 Málað og masað (Sip and paint) – Jólaföndur fyrir fullorðna. Búum saman til falleg vínglös, allt efni á staðnum og léttar veitingar í boði bókasafnsins. 20 ára aldurstakmark og skráning nauðsynleg á netfangið: asbjorgbj@gardabaer.is.
27. nóv kl. 19 „Spil og einn kertapakki“ - Jólin árið 1919 í þriggja bursta torfbæ
Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnaþula mun skyggnast með gestum sagnastundarinnar inn í litla þriggja bursta torfbæinn á Smyrlabergi á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu árið 1919, þar sem tólf manna fjölskylda býr. Börnin eru tíu, öll miklir vinir. Á bænum eru einnig kindur, kýr og hestar.
