Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Langir fimmtudagar - Norrænn leshringur með Jórunni Sigurðardóttur og lesró á 2.hæð

17.10.2024 19:00
Langir fimmtudagar - Norrænn leshringur með Jórunni Sigurðardóttur og lesró á 2.hæð

Bókasafn Garðabæjar stendur fyrir norrænum leshring í samstarfi við Norræna félagið í Garðabæ. Leshringurinn verður mánaðarlega frá september til nóvember, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 19. Útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir mun leiða leshringinn og lesnar verða norrænar bókmenntir sem komið hafa út í íslenskri þýðingu.
Takmarkað pláss er og því er skráning nauðsynleg. Skráning auglýst síðar fyrir haustið.

17.október verður fjallað um bækurnar Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer og Gáruð vötn eftir Kerstin Ekman.
21.nóvember - dagskrá auglýst síðar
Takmarkað pláss er í boði og því er skráning nauðsynleg.
Til þess að skrá sig í leshringinn og/eða fá frekari upplýsingar má senda tölvupóst á netfangið: asbjorgbj@gardabaer.is
Myndin af Jórunni var tekinn af Jessicu Sturmberg

Lesró

Bókasafn Garðabæjar Garðatorgi býður áhugasömum lesunnendum í lesró. Næði til að lesa í einrúmi og auðga andann með lestri góðra bóka, tímarita eða annað lesefni. Verður lesró stemning á 2.hæð.
Lesandi hefur úr úrval bóka og tímarita að velja á safninu eða getur koma með eigið lesefni.
Það verður hugguleg stemmning og heitt á könnunni.
Verið velkomin í lesró öll fimmtudagkvöld í október.


---English---
Library of Garðabær, Garðatorgi invites readers to silent reading. Readers can choose from a selection of books and magazines in the library or can bring their own reading material. All welcome. Open until 9 pm.


Til baka
English
Hafðu samband