Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Klassíski leshringurinn kl. 10.30

22.10.2024 10:30
Klassíski leshringurinn kl. 10.30Leshringur Bókasafns Garðabæjar, hinn klassíski hittist annan hvern þriðjudag kl.10:30 - 12:00, 24.september til 3.desember í lesstofu bókasafnsins á annarri hæð.
Umsjónarmaður, Rósa Þóra Magnúsdóttir, velur þema og útbýr fræðsluefni um lesefnið sem er lesið saman á fundum. Meðlimir spjalla um sinn lestur, fjölbreyttar bókmenntir og lífið og tilveruna.
Þemað á haustönn er Bækur um bækur.
Fjallað verður um átta bækur í hverjum tíma sem eiga það sameiginlegt að bókmenntir, lestur, útgefendur, rithöfundar, bókaklúbbar, bókasöfn, orð, tungumál, dagbækur og bréf koma mikið við sögu og hafa jafnvel sterk áhrif á líf sögupersóna og framgang söguþráðar. Eitthvað sem flestir sannir bókaunnendur eru líklegir til að hrífast af!
Markmið leshringsins er fræðsla og skemmtun, létt spjall og ljúf samvera yfir kaffisopa. Nýir meðlimir velkomnir. Skráning við mætingu.
Til baka
English
Hafðu samband