Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraspjall á bókasafninu Garðatorgi 7 einu sinni í mánuði á fimmtudögum klukkan 10:30 yfir vetrartímann

Viðburðir tengdir því eru auglýstir á Facebook bókasafnsins og í viðburðadagatali á vef safnsins.

Foreldraspjallið eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra.
Hentar þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Markmiðið með foreldraklúbbnum er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Garðabæ. Hafa vettvang til að spjalla saman um allt milli himins og jarðar.

Kaffi, te og spjall, inn á milli verður boðið upp á ýmsar fróðlegar kynningar um efni sem tengist barnauppeldi. 
Ekki síst er mikið úrval til af bókum um börn og uppeldi. 
Foreldrar, verðandi foreldrar, afar, ömmur og börn eru velkomin. 

English
Hafðu samband