Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
19.12.2017
Skáldsagan Smartís eftir Gerði Kristnýju
Í þessari nýju bók, Smartís segir Gerður Kristný sögu sem gerist á níunda áratug liðinnar aldar. Meitlaður stíll, húmor og frásagnargleði njóta sín til fullnustu í texta sem miðlar horfnum tíma og sterkum tilfinningum.
Í Reykjavík er unglingsstúlka...
19.12.2017
Frásagnir íslenskra pilta í fyrri heimsstyrjöldinni
Íslenskir piltar sem flust höfðu til Kanada gengu glaðir í herinn í fyrri
heimsstyrjöld og vildu leggja lið sínu nýja heimalandi. Þeir áttu eftir
að upplifa hræðilegt blóðbað, miklar þjáningar í drullusvaði skotgrafanna,
eiturgas, dráp og dauða. Þeir...
19.12.2017
Ævisaga um Gunnar Birgisson
Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Fljótlega kom í ljós að...
02.11.2017
Spennusagan Mistur
Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem...
02.11.2017
Skáldsagan Blóðug Jörð eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Blóðug jörð er lokabindi í þríleik Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Blóðug jörð er sjálfstæð saga um siglinguna yfir hafið.
Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls og Þorsteinn rauður berst við að...
02.11.2017
Skáldsagan Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur
Verðlaunarithöfundurinn Kristín Steinsdóttir sendir hér frá sér bókina Ekki vera sár.
Ekki vera sár er uppgjör konu á krossgötum. Með eftirsjá hugsar hún um árin sem liðu hjá og tækifærin sem hún greip ekki. En skyldi hún vera reiðubúin að standa á...
02.11.2017
Spennusagan Myrkrið veit eftir Arndald Indriðason
Lík finnst frosið fast í ísinn á Langjökli. Það reynist vera af athafnamanni sem hvarf fyrir þrjátíu árum. Umfangsmikil leit bar engan árangur, viðskiptafélagi mannsins sat í varðhaldi um tíma en ekkert sannaðist. Nú er félaginn handtekinn á ný og...
10.10.2017
Bókin Fótboltaspurningar 2017 eftir Guðjón Inga Eiríksson
Frá hvaða landi er Torino? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Frá hvaða landi er Keylor Navas? Þetta og margt fleira sem gerir þessa bók nauðsynlega á öllum...
10.10.2017
Skáldsagan Umsátur eftir Robert Marvin
Það var bankað í hlerann, einu sinni. Nína stífnaði upp og hætti að reyna að sleppa úr greipum móður sinnar. Tvisvar. Guðrún fann hvernig hún blotnaði á lærunum. Nína hafði pissað á sig. Þrisvar. Nína hríðskalf í fanginu á Guðrúnu sem hélt henni...
10.10.2017
Glæpasagan Ósýnilegi verndarinn eftir Dolores Redondo
Ósýnilegi verndarinn eftir Dolores Redondo er fyrsta bindið í nýjum glæpasagnaþríleik sem gerist í Baskalandi og jafnframt fyrsta bók höfundar. Hún hefur selst í yfir milljón eintökum á Spáni, verið þýdd á 33 tungumál og hlotið mikið lof lesenda og...
10.10.2017
Skáldsagan Litala bókabúðin í hálöndunum eftir Jenny Colgcan
Nina Redmond veit fátt betra en að gleyma sér í góðri skáldsögu. Hún vinnur á bókasafni í Birmingham þar sem hún nýtur þess að finna réttu bækurnar fyrir gesti safnsins. Þegar bókasafnið er sameinað öðru safni vegna hagræðingar stendur Nina á...
18.09.2017
Skáldsagan Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari
Predikarinn Tuulikki er ekki mikil fyrir mann að sjá. Ófermd og veikluleg stúlkukind fátækra hjóna. En þegar Guðsorðið rennur uppúr henni í svefndái leggja allir við hlustir. Heimsendir er í nánd og það eru síðustu forvöð að gera iðran og...
- Fyrri síða
- 1
- ...
- 14
- 15
- 16
- ...
- 29