Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldramorgunn: Barnið heim og hvað svo?

21.11.2024 10:30
Foreldramorgunn: Barnið heim og hvað svo? Hrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur heldur fyrirlestur fyrir nýja eða verðandi foreldra.
Á þessum Foreldramorgni mun Hrafnhildur sem fjalla um algengar áskoranir við það að koma heim með nýtt barn og til hvaða bjargráða hægt er að grípa til.
Áhersla er lögð á hvernig hægt sé að byggja sig upp fyrir foreldrahlutverkið til framtíðar, með mikilvægi sterkra tengsla í fyrirrúmi.
Viðfangsefni eru meðal annars: breytt sjálfsmynd, andlegar áskoranir, bjargráð, tengslamyndun, ,,,foreldrasamviskubitið” og uppeldisleiðir.
Þessi fræðsla er hluti af Foreldramorgnum á Bókasafni Garðabæjar, en alla fimmtudagsmorgna frá 5. september til og með 12. desember býður bókasafnið börn og foreldra þeirra velkomin á skipulagða dagskrá.
Boðið verður uppá: Skynjunarsmiðjur með Plánetunni, faglega fræðslu fyrir nýja foreldra með Hrafnhildi Helgadóttur hjúkrunarfræðingi, Krílasöng með hinni einu sönnu Þórönnu Gunný og Samveru. Dagskrá auglýst á vef bókasafnsins og á samfélagsmiðlum.
Verið velkomin.
Til baka
English
Hafðu samband