Foreldramorgunn: Barnið heim og hvað svo?
21.11.2024 10:30
Hrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur heldur fyrirlestur fyrir nýja eða verðandi foreldra.Á þessum Foreldramorgni mun Hrafnhildur sem fjalla um algengar áskoranir við það að koma heim með nýtt barn og til hvaða bjargráða hægt er að grípa til.
Áhersla er lögð á hvernig hægt sé að byggja sig upp fyrir foreldrahlutverkið til framtíðar, með mikilvægi sterkra tengsla í fyrirrúmi.
Viðfangsefni eru meðal annars: breytt sjálfsmynd, andlegar áskoranir, bjargráð, tengslamyndun, ,,,foreldrasamviskubitið” og uppeldisleiðir.
Þessi fræðsla er hluti af Foreldramorgnum á Bókasafni Garðabæjar, en alla fimmtudagsmorgna frá 5. september til og með 12. desember býður bókasafnið börn og foreldra þeirra velkomin á skipulagða dagskrá.
Boðið verður uppá: Skynjunarsmiðjur með Plánetunni, faglega fræðslu fyrir nýja foreldra með Hrafnhildi Helgadóttur hjúkrunarfræðingi, Krílasöng með hinni einu sönnu Þórönnu Gunný og Samveru. Dagskrá auglýst á vef bókasafnsins og á samfélagsmiðlum.
Verið velkomin.