Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaprjón: Prjónapartí

24.09.2025 19:00
Garðaprjón: PrjónapartíBókasafnið í Garðabæ í samstarfi við Norræna félagið í Garðbæ býður gestum og gangandi í stórskemmtilegt prjónapartí sem er upphafið að starfi Garðaprjóns í vetur, en hittingarnir verða fjórir í september og október og hver veit nema að við höldum áfram 😊
Í vetur munum við prjóna saman finnska lestarsokka og mun leiðbeinandi mæta á alla fjóra hittingana til þess að aðstoða. Einnig er fólki frjálst að mæta með hvað sem það hefur fitjað uppá sína prjóna.
Dagskrá:
Kl. 19.00 Hilmar Ingólfsson, formaður Norræna félagsins í Garðabæ, kynnir starfsemi félagsins, vinabæjarheimsókn félaga til finnska bæjarins Jakobstad og hvernig er hægt að gerast félagi.
Kl. 19.10 Forstöðumaður Bókasafns Garðabæjar, Margrét Berndsen Sigurgeirsdóttir, fer með stutt ágrip af sögu finnsku lestarsokkana.
Kl. 19.15 Vigfús Geir Júlíusson frá íslensku ferðaskrifstofunni TA Sport Travel kynnir fyrir gestum spennandi Prjónaferð til Færeyja á næsta ári með íslenskri fararstjórn þar sem farið verður á prjónahátíðina Bindifestivalurin í Fuglafirði.
Kl. 19.30-21 Prjónaleiðsögn, prjónamarkaður með garni frá Prjónabæ þar sem boðið verður uppá 30% afslátt og að sjálfsögðu verður boðið uppá gómsætar veitingar.
Höfum gaman saman í prjónapartí ársins.
Garðaprjón framhald:
1. okt. kl. 19. Prjónum saman finnska lestarsokka, leiðbeinandi á staðnum.
8. okt. kl. 10.30. Höldum áfram að prjóna, leiðbeinandi á staðnum.
15. okt. kl. 19. Klárum sokkana og höfum gaman saman, leiðbeinandi á staðnum.
English
Garðaprjón: Knitting party.
The library of Garðabær and the Garðabær Nordic Society invite you to a knitting party, where we will knit Finnish train socks and there will be an instructor for all four get-togethers. Fun program, great nibbles and a yarn market from Prjónabær with 30% discount on yarn.
Til baka
English
Hafðu samband