Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókmenntir í Bókasafni Garðabæjar!

Til að vekja athygli á bókmenntum og hvetja til lesturs hefur Bókasafn Garðabæjar boðið upp á upplestur höfunda, fræðslu um bókmenntir og margt fleira. Einnig eru hafðar útstillingar með ýmsu efni. Bæði söfnin, safnið á Garðatorgi og Álftanessafn, stilla út nýjum bókum. Bókasafnið á Garðatorgi stillir út spennusögum, bókum sem við elskum, konfektkassinn og þema hverju sinni.

Lánþegum Bókasafns Garðabæjar geta tekið bækur að láni af rafbokasafnid.is. Þarf einungis að að eiga virkt bókasafnsskírteini.

Markmið verkefnisins "Þema vikunnar" er að lánþegar fái að kynnast safninu á sem breiðastan máta. Í þar til gerðri hillu hefur bókum sem tengjast vikuþemanu verið komið fyrir þannig að lánþegar geti gengið að þeim þar. Á heimasíðu safnsins er að finna stutta umfjöllun um þema hverrar viku ásamt sýnishorni úr flokki þeirra bóka.

English
Hafðu samband