Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Zine-hátíð á Garðatorgi 7

29.08.2020 11:00
Zine-hátíð á Garðatorgi 7

Íslenska Myndasögusamfélagið og Bókasafn Garðarbæjar efna til Zine Fest, eða smáblöðunga hátíðar, þann 29. ágúst milli klukkan 11:00 og 16:00. 
Á hátíðinni mun fólk hafa tækifæri til að kaupa zine eða álíka varning sem höfundar og listamenn hafa skapað og gefið út. Flestallt eru það listaverk sem fást varla annarstaðar. Að auki verða nokkrar vinnusmiðjur, erindi og skemmtilegir viðburðir sem hægt er að kíkja á, og er allt frítt bæði fyrir þá sem mæta, og listamenn sem vilja skrá sig á bás.
 

Zine, eða smáblöðungar, eru form af prentútgáfu sem einkennast aðallega af mun smærri útgáfu og blaðsíðutali á hverju verki en vaninn er á formlegri útgáfum. Zine geta innihaldið allskonar efni, og eru vanalega hannaðar, prentaðar og dreifðar út af einni manneskju, eða í minniháttar samstarfi. Þessi aðferð af útgáfu setur sérstaka áherslu á hugmyndavinnu, tjáningu höfundar, og algjöra stjórn á dreifingu efnis. Það í sjálfu sér leiðir af sér ýmis konar verk sem myndu annars aldrei sjást annarstaðar. Sem dæmi hefur zine verið mjög vinsæll miðill fyrir myndasöguhöfunda, sérstaklega hér á landi þar sem útgáfur eru ekki alltaf með fjárhag eða mannafla til að gefa út stærri bækur á myndasögu formi. Þar með eru útgáfur eins og Zine nauðsynlegar fyrir tjáningu myndrænna forma og skoðana sem ekki fá að skína í hefðbundnum rituðum verkum.

Ef áhugi er að skrá sig á bás, þá hvetjum við einstaklinga og hópa til að gera það sem fyrst. Skráning fer fram hér: skráningarform, og er skráningarfrestur til 31. júlí klukkan 23:59. 

Til baka
English
Hafðu samband