Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ég - Þú - Við: Heilbrigð samskipti og hagnýt verkfæri fyrir foreldra

19.09.2024 10:30
Ég - Þú - Við: Heilbrigð samskipti og hagnýt verkfæri fyrir foreldraHrafnhildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur heldur fyrirlestur fyrir verðandi og/eða nýbakaða foreldra sem vilja fræðast um heilbrigð samskipti og hagnýt verkfæri sem geta gagnast til að fyrirbyggja dvínun í sambandsgæðum eftir fæðingu barns. Viðfangsefni eru meðal annars: Samskiptatækni, leiðir til að leysa ágreining, "Ástarbankinn" og fleira.
Þessi fræðsla er hluti af Foreldramorgnum á Bókasafni Garðabæjar, en alla fimmtudagsmorgna frá 5. september til og með 12. desember býður bókasafnið börn og foreldra þeirra velkomin á skipulagða dagskrá.
Boðið verður uppá: Skynjunarsmiðjur með Plánetunni, faglega fræðslu fyrir nýja foreldra með Hrafnhildi Helgadóttur hjúkrunarfræðingi, Krílasöng með hinni einu sönnu Þórönnu Gunný og Samveru. Dagskrá auglýst á vef bókasafnsins og á samfélagsmiðlum.
Verið velkomin.
Til baka
English
Hafðu samband