Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Drekar, hjólhestar og björgun Gunna Helga á Barnamenningarhátíð í Garðabæ

12.04.2025 11:00

Dagskrá bókasafnsins laugardaginn 12.apríl á Barnamenningarhátíð í Garðabæ

Kl. 12-14
Ástandsskoðun í umsjón Dr. Bæk sem mætir með öll helstu tæki og tól ásamt því að leiðbeina hjólafólki um helstu vorverk hjólreiðamanneskjunnar. Það verður pumpað í dekk, smurt, farið yfir stillingar á stelli, hjálmi, bremsum og gírum. Doktorinn gefur einnig út skoðunarvottorð og þar kemur fram, ef eitthvað þarf að gera á verkstæði eða kaupa á hjólið. Á Barnamenningarhátíð í Garðabæ.

Kl. 13
Gunni Helga mætir á svæðið og les nokkra af uppáhaldsköflunum úr bókunum sínum OG kafla úr bók sem hann er að skrifa. Já og hann þarf smá aðstoð við að ákveða nafn bókarinnar, og treystir á hjálp frá krökkunum til þess að leysa þann vanda.

Kl. 11 – 15
Sýningin Bókasafnsdrekinn okkar verður opin fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá frábæra og frumlega bókasafnsdreka sem að 5 ára deildir leikskólanna Lundabóls og Holtakots sköpuðu með aðstoðar Iðunnar Arnadóttur myndhöfunds sem hefur unnið við að myndlýsa bækur frá árinu 2019 og myndlýsir t.d. metsölubókaflokkinn Bekkurinn minn.

 

Dagskrá á torginu á Barnamenningarhátíð í Garðabæ 12.apríl

Kl. 13-15 á Hönnunarsafni Íslands: Fatahönnunarsmiðja fyrir alla fjölskylduna með Stefáni Svan og Ninnu.

Kl. 14 á göngugötunni Garðatorgi: Klappklappstappstapp- tónlistar og klappsmiðja með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga.

Kl.14:30 á Hönnunarsafni Íslands: Manndýr með Aude Busson sviðslistakonu sem leiðir þátttakendur í upplifun með eyrum, augum og höndum. Skráning á olof@gardabaer.is en aðeins 30 gestir geta tekið þátt (börn sem og fullorðnir).

Til baka
English
Hafðu samband