Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

13.04.2021

Skáldsagan Herra Fnykur eftir David Walliams

Skáldsagan Herra Fnykur eftir David Walliams
Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar Herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður...
13.04.2021

Skáldsaga fyrir börn - Handbók fyrir Ofurhetjur - 6 Vonlaust eftir Elias/Agnes Vahlund

Skáldsaga fyrir börn - Handbók fyrir Ofurhetjur - 6 Vonlaust eftir Elias/Agnes Vahlund
Óttaslegið fólk getur verið hættulegra en það sem það hræðist. Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna...
13.04.2021

Fræði- og handbókin Stríð og kliður eftir Sverrir Norland

Fræði- og handbókin Stríð og kliður eftir Sverrir Norland
Þurfum við að endurhugsa samfélög okkar frá grunni? Eru það hinir gæfustu sem lifa af? Er heimurinn virkilega að farast? Búum við í tækniræði? Hvað verður um óhemjurnar? Fyrir nokkrum árum féllust Sverri Norland hendur andspænis þeim tröllauknu...
31.03.2021

Spennusagan Ládeyða eftir Ann Cleeves

Spennusagan Ládeyða eftir Ann Cleeves
Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjunum en hafði haslað sér...
31.03.2021

Spennusagan Í leyndri gröf eftir Viveca Sten

Spennusagan Í leyndri gröf eftir Viveca Sten
Mannabein finnast á Telegrafholmen, lítilli eyju rétt norður af Sandhamn-eyju. Grunsemdir vakna um að þetta séu líkamsleifar tveggja kvenna sem hurfu sporlaust fyrir tíu árum. Thomas Andersson tekur við rannsókn málsins. Nora Linde er í...
19.03.2021

Myndasagan Maram er fyrir fullorðna.

Myndasagan Maram er fyrir fullorðna.
Myndasagan Maram fjallar um ungan perlukafara sem kemur sér í klandur þegar hann brýst inn í drauma gamals einbúa á Kyrrahafseyju og þá upphefst mikið ævintýri. Magnús Björn Ólafsson skrifar söguna en franski myndlistarmaðurinn Adrien Roche teiknar...
19.03.2021

Fræðibókin Reykjanes eftir Reykjanes Geopark

Fræðibókin Reykjanes eftir Reykjanes Geopark
Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur gefið út veglega bók um Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af einstökum Reykjanesskaganum og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Í bókinni er tvinnað saman...
19.03.2021

Spennusagan Leyndarmálið okkar eftir Ninni Schulman

Spennusagan Leyndarmálið okkar eftir Ninni Schulman
Hver veit hvað gerist bak við luktar dyr – líka á heimilum þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu? Kvöld eitt kemur félagsmálaráðherrann Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt...
19.03.2021

Spennusagan Fyrsta málið eftir Angela Morson

Spennusagan Fyrsta málið eftir Angela Morson
Á dimmum og köldum desembermorgni kemur rannsóknar­ fulltrúinn Kim Stone inn á lögreglustöðina í Halesowen. Hún er að fara að hitta nýja liðið sitt í fyrsta sinn. Fórnarlambið í næsta máli er sömuleiðis að fara að hitta morðingja sinn...
19.03.2021

Spennusagan Dulmál eftir Katharina Haugen

Spennusagan Dulmál eftir Katharina Haugen
Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarlega talnarunu á blaðsnifsi. Hinn 9. október ár hvert tekur William Wisting lögregluforingi fram gögnin í þessu máli sem hann gat ekki leyst...
19.03.2021

Danska spennusagan Sjálfsskaði eftir Elsebeth Egholm

Danska spennusagan Sjálfsskaði eftir Elsebeth Egholm
Í kæfandi hita síðla sumars kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám á hafnarsvæðinu í borginni. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar...
17.02.2021

Ævisagan Málsvörn eftir Einar Kárason

Ævisagan Málsvörn eftir Einar Kárason
Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Neytendur tóku fyrirtækinu strax tveim höndum enda varð þeim feðgum verulega ágengt við að lækka verðlag á daglegri neysluvöru og bæta þannig...
English
Hafðu samband