Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
06.11.2020
Skáldsagan Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur gerist á sjöunda áratugnum og hlutverk kynjanna eru skýr. Heima í götunni ráða konurnar ríkjum, þar er þeirra veröld, með börnum og þvottum, glápi og skvaldri en líka leyndarmálum og ósögðum orðum...
06.11.2020
Spennusagan Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson
Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús við Aðalgötuna á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin.
Ari Þór...
03.09.2020
Skáldsagan Lygalíf fullorðinna eftir Elena Ferrante
Einkadóttir ástríkra og vel menntaðra foreldra elst upp við gott atlæti í hæðum Napólí. Henni gengur allt í haginn og er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu...
03.09.2020
Ævintýrabókin Artemis Fowl eftir Eoin Colfer
Artemis Fowl er bráðsnjall, eins konar sambland af James Bond og Harry Potter. En hann er glæpamaður. Og hann er tólf ára.
Þrátt fyrir ungan aldur er Artemis slóttugur og til í hvað sem er. Hann er nýbúinn að komast að því að álfar eru til og með...
03.09.2020
Spennusagan Hús harmleikja eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Í litlu húsi á Eyrarbakka dvelur Alma Jónsdóttir blaðamaður við bókarskrif. Söguefnið er reimleikar í húsum
og ýmis áhrif þess. Alma kynnist hinni litríku leikkonu Oktavíu Bergrós sem er safnvörður í Húsinu, gamla kaupmannssetrinu,
og vonast...
03.09.2020
Skáldsagan Glerhús eftir Louise Penny
Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Bækurnar hafa ekki aðeins setið í efstu sætum metsölulista heldur er höfundurinn margverðlaunaður fyrir þær.
03.09.2020
Skáldsagan Líkkistusmiðirnir eftir Lars Morgan
Samúel Miller lyfti kampavínsglasinu. Skál, kæru líkkistusmiðir. Velkomin til Lövenseyjar. Fólkið leit í kringum sig. Það hafði ekki átt von á þessari gróskumiklu fegurð, hvað þá kampavíni. Það hljómar kannski afar þunglyndislegt að ætla að smíða...
22.06.2020
Sakamálasagan Hafnargata eftir Ann Cleeves
Gömul kona finnst látin í lest. Hún hafði verið stungin til bana. Engin vitni voru að morðinu og engin virðist vita af hverju þessi hægláta kona var myrt. Brátt beinist rannsóknin að litlum heimabæ konunnar. Stuttu síðar er önnur kona myrt. Vera...
22.06.2020
Ástarsagan Hittu mig á ströndinni eftir Jill Mansell
Þegar Clemency hittir Sam Adams verður hún samstundis ástfangin. En Sam er þegar genginn út. Þremur árum síðar er Clemency búin að koma sér fyrir í notalegum heimabæ sínum í Cornwall með hugann allan við starfsframa sinn. Allt gengur í haginn þar til...
18.05.2020
Barnabókin Hryllilegar stuttar hrollvekjur eftir Ævar Þór Benediktsson
Hryllilega stuttar hrollvekjur geymir tuttugu smásögur sem eru hver annarri hræðilegri. Hér má meðal annars lesa um vampírur, uppvakninga, drauga og skrímslin sem leynast undir rúminu þínu. Metsöluhöfundurinn Ævar Þór Benediktsson var myrkfælinn...
18.05.2020
Glæpasagan Morðin í Háskólabíó eftir Stellu Blómkvist
Prestur á líknardeild leitar til Stellu með hinstu játningu sem snýst um nauðgun og hvarf tólf ára stúlku norður á Ströndum tuttugu árum fyrr. Gömul kærasta Stellu verður fyrir dularfullri líkamsárás á Snæfellsnesi og skjólstæðingur ferst í...
18.05.2020
Foreldrahandbókin er komin aftur út með viðbótum, eftir Þóru Kolbrá Sigurðardóttur
Hagnýtar upplýsingar, ráðleggingar og reynslusögur foreldra auk fjölda greina eftir sérfræðinga. 440 blaðsíður fullar af fróðleik um flest allt það sem nýbakaða foreldra fýsir að vita og gott er að hafa á einum stað.
- Fyrri síða
- 1
- ...
- 7
- 8
- 9
- ...
- 29