Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

18.05.2020

Skáldsagan Elskuleg eiginkona mín eftir rithöfundinn Samantha Downing

Skáldsagan Elskuleg eiginkona mín eftir rithöfundinn Samantha Downing
Við Millicent erum ósköp venjuleg hjón. Eins og nágrannarnir í næsta húsi, foreldrar vina barna þinna, kunningjahjónin sem væri gaman að fá í mat einhvern daginn. Eini munurinn er sá að leyndarmálin okkar eru ljótari en þeirra.
18.05.2020

Böðvar Guðmundsson með smásögurnar í bókinni Fyrir daga farsímans

Böðvar Guðmundsson með smásögurnar í bókinni Fyrir daga farsímans
Smásögur 2020. Furðulegir helgidómar á altari kirkju sem var vígð 1882. Leiðsögumaður þýskra túrista sem þarf að þola að þeir hegða sér allt öðruvísi en honum líkar. Hernaðarsaga Íslendinga, ástir í braggahverfi og söngnám á Ítalíu. Þetta og margt...
18.05.2020

Skáldsagan Fólk í angist eftir Fredrik Backman

Skáldsagan Fólk í angist eftir Fredrik Backman
Á opnu húsi hjá fasteignasala fer allt úr skorðum þegar örvæntingarfullur og misheppnaður bankaræningi tekur alla viðstadda í gíslingu. Eftir því sem andrúmsloftið verður spennuþrungnara fara þau að opinbera ýmis leyndarmál hvert fyrir öðru. Þegar...
28.04.2020

Spennusagan Marsfjólurnar eftir Philip Kerr

Spennusagan Marsfjólurnar eftir Philip Kerr
Marsfjólurnar er mikilvæg skáldsaga sem notið hefur fádæma vinsælda frá því hún kom út. Æsispennandi og ófyrirsjáanleg fram á síðustu síðu, en um leið fádæma breið þjóðfélagslýsing og lærdómsrík rússibanareið um samfélag sem...
28.04.2020

Skáldsagan Á fjarlægri strönd eftir Jenny Colgan

Skáldsagan Á fjarlægri strönd eftir Jenny Colgan
Lorna er skólastjóri á litlu skosku eyjunni Mure, friðsælum stað þar sem allir hjálpast að. En staðarlæknirinn er kominn á aldur og enginn fæst til að taka við af honum. Í fjarlægum flóttamannabúðum gerir Saif að sárum ungs drengs. Saif er sýrlenskur...
28.04.2020

Skáldsagan Dagbók bóksala eftir Shaun Bythell

Skáldsagan Dagbók bóksala eftir Shaun Bythell
Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því … Bráðfyndin og...
28.04.2020

Skáldsagan Litla land eftir Gael Faye

Skáldsagan Litla land eftir Gael Faye
Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið...
28.04.2020

Spennusagan Bara þú eftir höfundinn Ninni Schulman

Spennusagan Bara þú eftir höfundinn Ninni Schulman
Íris og Páll eru bæði einhleyp. Þau eru einmana og þrá að finna hina einu og sönnu ást. Þau laðast hvort að öðru og hefja ástríðufullt ástarsamband. Írisi finnst Páll dásamlegur. Stundum er eins og hann skilji hana betur en hún sjálf. Hann veit...
28.04.2020

Skáldsagan Þögla stúlkan eftir Hjorth og Rosenfeldt

Skáldsagan Þögla stúlkan eftir Hjorth og Rosenfeldt
Heil fjölskylda er myrt á fólskulegan hátt á heimili sínu. Skömmu síðar finnst sá sem grunaður er um ódæðið sjálfur myrtur og með sama vopni. Til þess að flækja málin enn frekar er eina vitnið hin tíu ára gamla Nicole, en spor hennar liggja inn í...
12.03.2020

Spennusagan Bláleiftur eftir Ann Cleeves

Spennusagan Bláleiftur eftir Ann Cleeves
Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum fer með unnustu sína heim á uppvaxtarslóðir sínar á Friðarey, paradís fuglaskoðara, þar sem ókunnugir eru litnir hornauga. Stuttu síðar er framið morð í fuglaskoðunarstöð eyjarinnar. Fárviðri verður til...
20.02.2020

Spennusagan Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur

Spennusagan Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
Jónína Leósdóttir hefur getið sér gott orð fyrir bókaflokkinn um Eddu, hörkuspennandi sögur sem ríghalda frá upphafi til enda. Í Andlitslausu konunni er Eddu boðið í brúðkaup á gamlársdag á Þingvöllum hjá fólki sem hún þekkir varla haus eða sporð á...
10.02.2020

Arfur Stiegs Larsson : lykillinn að morðinu á Olof Palme

Arfur Stiegs Larsson : lykillinn að morðinu á Olof Palme
Í geymslu húsnæði í Stokkhólmi kemst Jan Stocklassa, rithöfundur og blaðamaður, á snoðir um fjölda kassa sem reynast geyma gögn hins heimskunna rithöfundar, Stiegs Larsson. Megnið af því snýst um rannsókn hans á hægriöfgaöflum á níunda áratugnum, en...
English
Hafðu samband