Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

09.05.2016

Vélmennaárásin eftir Ævar Örn Benidiktsson

Vélmennaárásin eftir Ævar Örn Benidiktsson
VARÚÐ! Í ÞESSARI BÓK ERU BRJÁLUÐ VÉLMENNI! Þekkir þú einhvern sem vill helst hanga í tölvunni allan daginn? Þannig var Ævar vísindamaður þegar hann var ellefu ára. Það gekk meira að segja svo langt að hann skráði sig í sumarskóla til að þurfa ekki að...
09.05.2016

Þjóðarplágan eftir Hege Storhaug

Þjóðarplágan eftir Hege Storhaug
Engin trúarbrögð vaxa hraðar en íslam í Evrópu. Bókstafstrúaröfl íslams eru í stöðugu stríði gegn konum, gyðingum, samkynhneigðum, frjálslyndum múslimum og öllum sem hafna undirgefni við kennisetningar íslamstrúarinnar. Öryggi allra er ógnað. Ekki...
09.05.2016

Kakkalakkarnir er spennusaga eftir Jo Nesbø

Kakkalakkarnir er spennusaga eftir Jo Nesbø
Ung vændiskona finnur sendiherra Noregs myrtan á mótelherbergi í Bangkok. Drykkfelldi rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole er sendur til Taílands til þess að finna hinn seka og afstýra hneyksli á landsvísu. Sendiherrann var nefnilega góðvinur...
09.05.2016

Grillveisla - matreiðslubók eftir Ragnar Freyr

Grillveisla - matreiðslubók eftir Ragnar Freyr
Nú kveikir Læknirinn í eldhúsinu á grillinu og ilmur af snarkandi kolum, safaríku kjöti, seiðandi sjávarfangi og glóðarsteiktu grænmeti breiðist um garða. Þetta er bók bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Innblástur sækir Ragnar Freyr víða að, meðal...
11.03.2016

Síðasta ástarjátningin eftir Dag Hjartarson

Síðasta ástarjátningin eftir Dag Hjartarson
Ungur maður flytur til Reykjavíkur og verður þátttakandi í óvenjulegu verkefni æskuvinar síns. Á sama tíma fellur hann fyrir Kristínu. Tilveran er skáldleg, hvert andartak ort.
Síðasta ástarjátningin er allt í senn falleg, fyndin og spennandi...
11.03.2016

Einn af okkur eftir Åsne Seierstad

Einn af okkur eftir Åsne Seierstad

Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í...
18.02.2016

Bókin hans Breka eftir Hrefnu Bragadóttur

Bókin hans Breka eftir Hrefnu Bragadóttur
Breki hefur yndi af bókum og heitasta ósk hans er að verða sögupersóna í einni slíkri. Það reynist hins vegar vera ekki eins auðvelt og hann heldur.
18.02.2016

Meira blóð eftir Jo Nesbø

Meira blóð eftir Jo Nesbø
Bjarta síðsumarsnótt árið 1977 kemur maður í eyðilegt þorp nyrst í Noregi. Hann segist heita Úlfur og ætla á veiðar en smám saman kemur í ljós að sjálfur er hann bráðin og veiðimennirnir, eiturlyfjasalar frá Osló, ekki langt undan.
18.02.2016

Fimmta árstíðin eftir Mons Kallentoft

Fimmta árstíðin eftir Mons Kallentoft
Snemma vors gengur ung barnafjölskylda fram á illa útleikið lík af konu í skóginum við Linköping í Svíþjóð
18.02.2016

Létt og litríkt eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur

Létt og litríkt eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur
Í þessari bór er áherslan lögð á hversdagsmatinn og í bókinni eru um 70 uppskriftir að hollum, auðveldum og góðum heimilismat úr aðgengilegu hráefni.
17.02.2016

Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór Bjarnason

Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór Bjarnason
Á árunum 1914–1918 geisaði blóðug heimsstyrjöld þar sem beitt var nýjustu tækni af mikilli grimmd og mannslíf einskis metin. Eftir langt tímabil friðar og hagsældar í Evrópu höfðu margir trúað því að slík villimennska væri óhugsandi í samskiptum...
17.02.2016

Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen

Tvöfalt gler eftir Halldóru Thoroddsen
Halldóra Thoroddsen hlaut Fjöruverðlaunin 2016 fyrir bókina Tvöfalt gler.
English
Hafðu samband