Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

27.03.2015

Ástin, drekinn og dauðinn

Ástin, drekinn og dauðinn
„Við erum á vissan hátt heppin,“ segir Björgvin upp úr eins manns hljóði. „Flestir sem fá svona fréttir þurfa að endurskoða líf sitt, jafnvel snúa því á hvolf.
03.03.2015

Hlýtt og satt

Hlýtt og satt
Smásagnasafnið Hlýtt og satt er fyrsta skáldverk Davíðs Stefánssonar, en hann hefur getið sér gott orð fyrir þrjár ljóðabækur og námsefni af ýmsu tagi.
03.03.2015

Töfraflautan

Töfraflautan
Hin sígilda ópera Töfraflautan, frægasta ópera Mozarts, er nú í fyrsta skipti aðgengileg íslenskum börnum í nýrri útsetningu í myndskreyttri barnabók. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem óperan er flutt undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
03.03.2015

Hjálp

Hjálp
„Hringið í 112 eða … eða lögguna … pabba … eða bara einhvern … HJÁLP,“ öskraði Matthildur óðamála og átti í mestu vandræðum með að koma orðum að því sem þaut á ógnarhraða í gegnum hugann.
03.03.2015

Söngur snáksins

Söngur snáksins
Lára á sér marga drauma. Hana langar til að eignast kærasta, ganga eftir Kínamúrnum, læra leiklist, fljúga í loftbelg, borða krókódíl, fara í hæsta rússíbana í heimi og stofna minningarsjóð um litla bróður.
03.03.2015

Dimmubókin

Dimmubókin
Þegar Addi verður þess áskynja í skemmtiferð til Írlands að til er ævafornt handrit sem heitir Dimmubókin telur hann víst að það hljóti að tengjast sögunum um vöðlunga og Mángalíu.
03.03.2015

Ævintýri

Ævintýri
Jonas T. Bengtsson vakti mikla athygli í Danmörku með fyrstu skáldsögu sinni sem kom út árið 2005 og hlaut ýmsar viðurkenningar. Ævintýri er þriðja bók hans og hefur verið gefin út í fjölda landa.
12.01.2015

Gula spjaldið í Gautaborg

Gula spjaldið í Gautaborg
Ég varð að ná að einbeita mér að leiknum og gleyma öllu veseninu í lífi mínu. Gleyma stelpunum, Tóta og öllu hinu á listanum. Það var bara ekki svo auðvelt. Þú skilur þetta ef þú lest listann. Númer þrjú á honum var: passa að enginn myndi deyja.
12.01.2015

Skálmöld

Skálmöld
Glæsimennið Sturla Sighvatsson er metnaðargjarn og sjálfsöruggur höfðingjasonur sem ætlar sér sífellt meiri völd. Aðrir höfðingjar standa í vegi hans og neita að bugta sig; eftir langvinnar erjur og svik lýstur fjölmennum fylkingum saman á...
12.01.2015

Kok

Kok
Kristín Eiríksdóttir hefur verið mjög afkastamikil á stuttum ferli sínum, sent frá sér þrjár ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsögu og þrjú leikrit.
12.01.2015

DNA

DNA
Ung kona er myrt á hryllilegan hátt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðinginn aftur til skarar skríða.
12.01.2015

Knúsbókin

Knúsbókin
Þegar Sólu býðst að gista hjá ömmu er hún fljót að ferðbúast. Þar opnast Sólu heill heimur ævintýra sem í fyrstu virðist alls ekki hættulaus. Amma er týnd og Sóla þarf að sýna hvað í henni býr.
English
Hafðu samband