Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
12.01.2015
Eleanor og Park
Eleanor er nýja stelpan í skólanum og fellur ekki inn í hópinn; ósamstæð föt úr Rauðakrossbúðinni, úfnar rauðar krullur … Svo sest hún við hliðina á Park í skólabílnum. Hann er hljóðlátur, framandi og óendanlega svalur.
08.12.2014
Lóaboratoríum
Lóaboratoríum er rannsóknarstofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur teiknara og tónlistarkonu.
08.12.2014
Vonarlandið
Þær koma fótgangandi til Reykjavíkur, tvær vinkonur, í von um að fá vist í góðu húsi. Verða samt að byrja í þvottum, saltfiski og kolaburði – þeirri vinnu sem konur eiga kost á til að sjá sér farborða.
08.12.2014
Hans Jónatan- Maðurinn sem stal sjálfum sér.
Árið 1802 höguðu örlögin því þannig að ungur þeldökkur maður, þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist óvænt að á Djúpavogi, kvæntist og gerðist verslunarmaður og bóndi.
08.12.2014
Saga þeirra saga mín.
Í Saga þeirra, sagan mín skráir Helga Guðrún Johnsson ótrúlega kynslóðasögu þriggja sjálfstæðra kvenna og sviptir hulunni af sögum sem hafa legið í þagnargildi alltof lengi.
08.12.2014
Svarthvítir dagar
Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar hér einlæga, opinskáa og hjartnæma frásögn af uppvexti sínum í Reykjavík 1940-1956.
08.12.2014
Þrír sneru aftur.
„Menn leita að orku í stríði og friði, lífið þrífst á orkunni í okkur sjálfum og í náttúrunni, sagði gamli maðurinn vesældarlega.“
03.12.2014
Handan minninga: Hvers vegna heilabilun breytir öllu
Bókin er bersögul og áleitin fjölskyldusaga, skrifuð af ást, virðingu og söknuði en leiftrandi húmorinn er aldrei langt undan þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Sagan er um leið áhugaverð úttekt á sjúkdómi sem herjar á milljónir manna um heim allan.
03.12.2014
Íslenskt prjón
Íslenskt prjón sækir innblástur í prjónafatnað og annan klæðnað og muni sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Flíkur og munstur frá seinni hluta 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar eru hér færð í nútímabúning með því...
03.12.2014
Öræfi
Vorið 2003 kemur ungur maður örmagna og blóðugur inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli eftir hrakninga á öræfum.
03.12.2014
Táningabók
Sumarið 62 – Neðan úr bæ og heim á Dunhaga –Hagaskólinn – Walk right in – Næsta nágrenni – Lágvaxinn pikkoló – Háskólabíó – Betri bekkir og tossabekkir – Hvar varst þú þegar Kennedy forseti var skotinn? – Hlátur – Þriðji bekkur MR
03.12.2014
Yahya Hassan
Yahya Hassan hristi rækilega upp í dönsku menningarlífi þegar hann sendi, átján ára gamall, frá sér ljóðabók sem ber nafn hans og lýsir uppvexti í skugga gegndarlauss ofbeldis, bókstafstrúar og hræsni.