Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
10.10.2014
Beinahúsið
Blaðamaðurinn Alma fær inni í mannlausu húsi æskuvinkonu sinnar til að skrifa ættarsögulega skáldsögu.
10.10.2014
Út í vitann
Út í vitann, eftir breska rithöfundinn Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta, einkum fyrir sakir nýstárlegs frásagnarmáta og sálfræðilegs innsæis.
30.09.2014
Þegar dúfurnar hurfu
Edgar er snillingur í að koma sér vel við þá sem stjórna, sannkallað kameljón sem skiptir litum um leið og nýir ráðamenn gera sig heimakomna.
30.09.2014
Segulskekkja
Kona fær óvænt símtal sem sendir hana í ferðalag frá Karijoki til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í jarðarför.
30.09.2014
Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp
Dag einn leggur indverski fakírinn Ajatashatru Kýrskýr Patel upp í langferð frá heimalandi sínu til Parísar með falsaðan hundrað evru seðil í farteskinu.
18.06.2014
Litlu skrímslin
Litlu skrímslin – skemmtilegt dýraprjón á yngstu börnin geymir uppskriftir að prjónaflíkum með alls kyns dýrum og furðuverum
18.06.2014
Afdalabarn
Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og nútíma, sveitasamfélag á síðustu metrunum
18.06.2014
Náðarstund
Árið 1829 bíður kona aftöku sinnar á norðlenskum sveitabæ. Agnes Magnúsdóttir hefur verið dæmd til dauða ásamt tveimur ungmennum fyrir hrottalegt morð á elskhuga sínum og öðrum manni.