Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
18.11.2021
Glæpasagan Launsátur eftir Jónínu Leósdóttur
Hver í ósköpunum felur nálar í ávöxtum sem eru til sölu og í hvaða tilgangi? Við þá ráðgátu glímir rannsóknarlögreglukonan Soffía en fær ekki mikla aðstoð á vinnustaðnum sem er hálflamaður vegna Covid-19. Fyrrverandi eiginmaður hennar...
18.11.2021
Skáldsagan Stórfiskur eftir Friðgeir Einarsson
Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvort...
18.11.2021
Skáldsagan Merking eftir Fríðu Ísberg
Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd.
Samkenndarprófið er byltingarkennd tækni og rannsóknir staðfesta marktæka fylgni milli andsamfélagslegrar hegðunar og að mælast undir lágmarksviðmiðum...
18.11.2021
Skáldsagan Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason
Þeim sem södd eru af sólskini bjóðast nú kjaftshögg í kílóavís.
Gestur Eilífsson og hans fólk hefur fengið inni í gömlum torfbæ á Eyrinni í Segulfirði.
Síldarsumrin velta fram fyrir tilstilli Norðmanna með tilheyrandi ringulreið en söguhetjunni...
18.11.2021
Ljóðabókin Koma jól eftir Hallgrím Helgason og Rán Flygenring
Koma jól? er jólaljóðabók eftir Hallgrím Helgason og Rán Flygenring sem kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hér er að finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og jafnframt stíga hinar jökulhressu Grýludætur, systur...
18.10.2021
Barnabókin og léttlestrarbókin Stjörnukerfið eftir Sævar Helga Bragason
Skemmtileg léttlestrarbók um himingeiminn eftir Stjörnu-Sævar, myndlýst af Elísabetu Rún. Sólkerfið er tilvalin fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa lesturinn og efla vísindalæsið í leiðinni!
18.10.2021
Hrollvekjandi skáldsagan Hælið eftir Emil Hjörvar Petersen
Aftakan var aðeins upphafið.
Allt virðist leika í lyndi hjá verslunarstjóranum Uglu, eiginmanni hennar og unglingum þeirra tveimur. Þau eru nýflutt inn í glæsilega íbúð í námunda við gamla Kópavogshælið og lífið gengur sinn vanagang. Fjótlega fara...
18.10.2021
Skáldsagan Myrkrið milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur
Hildur Knútsdóttir hefur skrifað skáldskap fyrir börn og fullorðna en er þekktust fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarnanna er martraðakennd samtímasaga sem dregur lesendur inn í myrkustu kima...
18.10.2021
Skáldsagan Ferðalag Cilku eftir Heather Morris
Ferðalag Cilku er áhrifarík örlagasaga stúlku frá Slóvakíu sem aðeins sextán ára gömul er send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz-Birkenau. Árið er 1942 og gyðingum ekki vært í ríki nasista. Í búðunum fær yfirmaður augastað á henni og skipar hana...
04.10.2021
Spennuasaga Heimskautsbaugur eftir Liza Marklund
Fimm unglingsstúlkur í smábænum Stenträsk nyrst í Svíþjóð ákveða að mynda leshring sem þær kalla Heimskautsbaug. Þær koma saman einu sinni í mánuði til að skiptast á skoðunum um bækurnar sem þær lesa. Ein þeirra hverfur sporlaust sumarið 1980...
04.10.2021
Nature Attacks! (I Survived True Stories #2)
Bók úr seríunni I survived eftir Lauren Tarshis.
From the author of the New York Times-bestselling I Survived series come four harrowing true stories of survival, featuring real kids in the midst of epic disasters.
REAL KIDS. REAL DISASTERS.The...
04.10.2021
I survived - the attaks of september 11th 2001
Bók úr seríunni I survived eftir Lauren Tarshis
On the day that shocks the world, one boy just wants to find his family. A powerful addition to the gripping I Survived series.
The only thing Lucas loves more than football is his Uncle Benny, his...