Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
05.12.2022
Söguleg skáldsaga - Hamingja þessa heims eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur

Sagnfræðiprófessor í útlegð, ásakaður um ósæmilega framkomu, finnur gamalt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu. Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og...
05.12.2022
Spennusagan Reykjavík: glæpasaga eftir Ragnar Jónsson og Katríu Jakobsdóttur

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að...
05.12.2022
Skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur

Kvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni. Nákvæmlega hvernig tengdist hún hvalveiðimanninum Dimma, sem myndin hennar fjallar um? Hvers vegna vildi hún segja sögu...
05.12.2022
Á sporbaug eftir Önnu S. Þráinsdóttur og Elínu E. Einarsdóttur

Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður. Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu. Hér eru dásamlegu nýyrðin hans samankomin í skemmtilegri bók...
05.12.2022
Skáldsagan Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Málvísindakona sem er sérfræðingur í fámennistungumálum ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem...
05.12.2022
Spennusagan Kyrrþey eftir Arnald Indriðason

Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu og fer með hana til lögreglunnar. Í ljós kemur að byssan er morðvopn; með henni var maður skotinn til bana fyrir mörgum áratugum og málið upplýstist aldrei. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi...
12.04.2022
Skáldsagan Systirin í storminum (Sjö systur) eftir Lucinda Riley

Ally D’Aplièse er að fara að taka þátt í hættulegri keppni í skútusiglingum þegar hún fréttir af óvæntu og dularfullu andláti kjörföður síns. Hún hraðar sér til móts við systur sínar fimm á heimili fjölskyldunnar. Í ljós kemur að faðir hennar –...
12.04.2022
Skáldsagan eftir Ásu Marin Hafsteinsdóttur

Þegar Sunna og Ársól fá bréf frá móður sinni sem segist vera við dauðans dyr á Spáni bregðast þær ólíkt við; Ársól vill drífa sig út en Sunna fyllist tortryggni. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Þó...
12.04.2022
Skáldsagan Að drepa hermikráku eftir Harper Lee er loksins komin á íslensku

Að drepa hermikráku kom fyrst út í Bandaríkjunum undir heitinu To Kill a Mockingbird árið 1960 og hefur nú selst í yfir 40 milljónum eintaka. Höfundur bókarinnar, skáldkonan Harper Lee, hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana en bókin er afar...
12.04.2022
Spennusagan Þernan eftir Nita Prose

Þernan Molly Gray er einstök. Hún er hrekklaus og rangtúlkar oft viðbrögð og viðhorf annarra. Amma hennar var vön að útskýra og einfalda heiminn fyrir henni en nú er hún ekki lengur til staðar og Molly þarf að standa á eigin fótum. Hún finnur sig í...
12.04.2022
Rómantísk skáldsaga eftir Josie Silver

Cleo Wilder, vinsæll höfundur pistla um makaleit, fær það verkefni hjá ritstjóranum sínum að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein. Cleo finnst hugmyndin frekar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún...
12.04.2022
Skáldsagan 1795 eftir Niklas Natt och Dag

Tycho Ceton er á flótta um skuggasund Stokkhólmsborgar; hundeltur, aleinn og auralaus. Upp hefur komist um glæpi hans og reglubræðurnir valdamiklu hafa snúið við honum baki. Hans eina von um að komast í náðina á ný felst í því að upphugsa djöfullega...