Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar er í samstarfi við Skólabókasafn Álftanesskóla. Skólabókasafnið og Álftanessafn eru rekin í sama húsnæði í Álftanesskóla. Fyrripart dags er opið fyrir nemendur og starfsmenn Álftanesskóla og seinni part dags er opið fyrir almenning. 

Bókasafn Garðabæjar er í samstarfi við bókasöfnin í Hafnarfirði og Kópavogi. Samstarfið felst í því að eigi viðskiptavinur gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra , m.a. fengið lánað og skilað gögnum á hverju þessara safna.

Lánþegaskírteini fengið í Bókasafni Garðabæjar gildir einnig á Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar en ekki er heimilt að skila gögnum milli þeirra safna og Bókasafns Garðabæjar.

Ársgjald ákvarðast af gjaldskrá bókasafns í því sveitarfélagi þar sem viðskiptavinur á lögheimili. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. 

Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Kópavogs 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband