Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6 - 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram rafrænt á heimasíðu KrakkaRÚV og Borgarbókasafnsins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur af veggspjaldinu  sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Veggspjaldið er einnig til á pappír í stærðinni A1 og er sent til allra almennings- og skólabókasafna á landinu. Þær tvær bækur sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna.

 

English
Hafðu samband