Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í bókasafni Garðabæjar fá börn og unglingar frítt skírteini til 18 ára aldurs gegn ábyrgð forráðamanns.  Smelltu hér til að nálgast eyðublað til að prenta út. Hjá okkur er hægt er að setjast niður og lesa bækur eða tímarit og láta fara vel um sig. Það er hægt að teikna og lita, spila og pússla og tefla. Einnig er aðstaða til að vinna heimavinnuna á neðri hæð safnsins í fjölnotarými inn af Barnadeild.

Á efri hæð safnsins á Garðatorigi er góð aðstaða til að læra og vinna í næði. Sú aðstaða er fyrir 16 ára og eldri einstaklinga. 

Börn og unglingar eru VELKOMIN í Bókasafn Garðabæjar!

Óheimilt er að lána fullorðnum gögn á barnaskírteini (0-17 ára). Skírteini gildir einungis fyrir eiganda þess.

 English
Hafðu samband