Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur- vertu með!

Fyrir hverja:

Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri eða 5 -12 ára og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.

Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.

Hvernig:

Skráning í sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar hefst síðasta laugardag í maí á Garðatorgi. Þá mega krakkar mæta með foreldrum eða forráðamönnum á bókasafnið og skrá sig. Krakkar sem hafa aldur til geta að sjálfsögðu komið án fylgdar fullorðinna. Það er hægt að skrá sig í allt sumar því það er aldrei of seint að byrja. Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau bækurnar sem þau lesa í sumar og fá límmiða við hverja komu á bókasafnið. Þegar þau hafa lesið bók mega þau skrifa umsögn og setja í lukkukassa sem er í bókasafninu. Við drögum heppinn lestrarhest í hverri viku og fær sá eða sú bók í verðlaun. Uppskeruhátíð verður haldin að hausti og þá fá allir virkir þátttakendur glaðning og lestrarárangrinum verður fagnað með skemmtiatriðum og góðgæti.

Allar upplýsingar er varða persónu verða nýttar til tölulegrar úrvinnslu gagna. Þeim verður ekki deilt með þriðja aðila og eytt að sumarlestri loknum.


Föstudagsfjör fyrir káta krakka:

Föstudagsfjör fyrir káta krakka er smiðja fyrir grunnskólabörn á milli klukkan 10 og 12. Lestrarhestur vikunnar er dreginn í lok smiðju og hlýtur glaðning að launum. Föstudagsfjör stendur yfir frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst.

Tímabil:

Maí til lok ágúst


Lokahátíð og verðlaunaafhending fer fram í ágúst. Frekari upplýsingar er að finna í vefdagatali og Facebook bókasafnsins þegar nær dregur.

Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar gefur margar hugmyndir um hvar og hvernig er hægt að lesa. Hér er hægt að opna það á vefnum: sumarlæsisdagatal

 

English
Hafðu samband