Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viltu lesa fyrir mig?


Hjálpaðu barninu þínu að ná tökum á auðugu og lifandi tungumáli með því að :

Lesa fyrir það sögur með myndum og ræða um það sem þið sjáið og lesið.
Spyrja spurninga sem örva frjóa hugsun, málskilning og tjáningu.
Syngja fyrir barnið og kenna því vísur og þulur.

Sýna gott fordæmi og vera skýrmælt/ur og vanda málfar þitt.
Lestur fyrir börn:
eflir málþroska
eykur orðaforða
örvar ímyndunarafl
vekur forvitni
eykur lestraráhuga
er fræðandi
eykur einbeitingu
styrkir málvitund

Lestrarstund er gæðastund !

English
Hafðu samband