Bókasafn Garðabæjar tekur á móti leikskóla-, grunnskólnemendum og þeim sem þess óska í safnkynningar og sögustundir.
Safnkynning:
Bókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir alla nemendur leikskóla og grunnskóla Garðabæjar. Tilgangurinn með safnkynningum fyrir skólanema er að þeir læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt svo þeir geti nýtt sér það sem best í námi og leik.
Sögustundir:
Panta þarf sögustundir með minnst eins dags fyrirvara í síma 591 4550 eða á póstfangið rosa@gardabaer.is. Tilgreina þarf fjölda og aldur barna sem lesa á fyrir. Að öðru leyti er öllum frjálst að koma í bókasafnið hvenær sem er á opnunartíma þess til að skoða, lesa og lita eða gera eitthvað annað skemmtilegt.