Íslenskt prjón

Íslenskt prjón sækir innblástur í prjónafatnað og annan klæðnað og muni sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Flíkur og munstur frá seinni hluta 19. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar eru hér færð í nútímabúning með því íslenska ullargarni sem framleitt er í dag.
Meðal uppskrifta í bókinni eru sokkar, vettlingar, húfur, treflar, peysur og sjöl. Hér eru vestfirskir laufaviðarvettlingar, skagfirskir rósavettlingar, dásamleg útprjónuð sjöl og skotthúfur, togarasokkar, rósaleppar og margt fleira sem setur íslenska prjónahefð í nýjan og skemmtilegan búning.
Höfundurinn, Hélène Magnússon, hefur áður gefið út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi. Hún er textílhönnuður og lögfræðingur að mennt en hefur síðustu ár rekið hönnunarfyrirtækið Prjónakerlingu og starfað sem leiðsögumaður með áherslu á prjóna- og gönguferðir um hálendi Íslands.
www.prjonakerling.com
Höfundur: Helene Magnússon
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Skáldsagan Næturdrottningin eftir Simona Ahrnstedt
Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni ganga allt í haginn. Enginn veit hins vegar að hún er beitt fjárkúgun.
Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að...
Skáldsagan Sálarstríð eftir Steindór Ívarsson
Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og...
Sálfræðitryllirinn Rauði fuglinn eftir Elisabeth Egholm
Íslenskar plöntur í Foldarskart
Ferðasagan Washington eftir Jón Óksar Sólnes
Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og...
Spennusagan Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur
Bókin Geir H. Haarde ævisaga
Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
