Þrír sneru aftur.
„Menn leita að orku í stríði og friði, lífið þrífst á orkunni í okkur sjálfum og í náttúrunni, sagði gamli maðurinn vesældarlega.“
Á einangraðan stað suður með sjó, þar sem aldrei gerist neitt, berast fregnir af átökum heimsstyrjaldarinnar. Fyrr en varir hefur atburðarásin teygt anga sína þangað og nútíminn heldur innreið sína með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Höfundur dregur upp hárbeitta mynd af samfélagi á tímamótum; af eilífri baráttu manneskjunnar fyrir tilveru sinni, glímunni við fáfræði og fásinni, sannleika og lygi, heimsku og græðgi.
Og sagan endurtekur sig stöðugt við nýjar og breyttar aðstæður, kynslóðir koma og fara … en ættarfylgjan lætur ekki að sér hæða, enginn flýr frá sjálfum sér.
Guðbergur Bergsson hefur skrifað fjölmargar bækur, þýtt öndvegisrit og ritað greinar í blöð og tímarit. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Sænsku bókmenntaakademíunnar.
Guðbergur Bergsson lauk prófi í spænskum fræðum, bókmenntum og listasögu frá La Universidad de Barcelona 1958. Fyrsta bók hans, Músin sem læðist, kom út 1961. Hann hefur skrifað barnabækur, ljóð, smásögur, skáldsögur, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál í dagblöð og tímarit bæði hér á landi og í útlöndum. Hann er afkastamikill þýðandi og hefur átt sinn þátt í því að kynna fyrir Íslendingum spænskar og portúgalskar bókmenntir. Margar bækur Guðbergs hafa verið þýddar á erlend tungumál.
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Bókin Geir H. Haarde ævisaga
Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason
Spennusagan Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björg Ægisdóttur
Stóra brauðtertubókin - majó majó majó & örlítið meira majó
Spennusagan Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána
Skádsagan Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason
Sjálfhjálpabókin Góð heilsa alla ævi án öfga eftir Geir Gunnar Markússon
Geir ¬Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem heilsuráðgjafi á Heilsu¬stofnun NLFÍ í Hveragerði.
Í þessum vegvísi að betra...
Barnabókin Ráðgátumyndasögur eftir Martin Widmark
Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Fimmtán sjálfstæðar og skemmtilegar sögur af ráðagóðu...
Skáldsagan Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla...
Spennusagan Lífshættulegt loforð eftir Angela Marsons
ADHD fullorðinna eftir Báru Sif Ómarsdóttur og Sóley Dröfn Davíðsdóttur
Bókin varpar ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum.
Farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og...
Barnabókin Rágátugleraugun eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt.
Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit...