Viðrini veit ég mig vera

Magnús Þór Jónsson, Megas, hefur um langt skeið verið einn umdeildasti listamaður þjóðarinnar. Hann hefur gefið út fjölda hljómplatna með eigin lögum og textum, þýtt og samið leikrit, skrifað skáldsögu og málað myndir. Óttar Guðmundsson læknir, höfundur bókarinnar, er frændi Megasar og vinur til margra ára. Í bókinni er æviferill Megasar rakinn og verk hans skoðuð. Óttar veltir því fyrir sér hvað mótaði Megas og hvernig skáldið hefur sett mark sitt á samtíð sína. Hann fjallar um helstu viðfangsefni Megasar, mannlegan breyskleika og dauðasyndirnar sjö sem leika stórt hlutverk í lífi hans og verkum. Í bókinni eru birt mörg myndverk eftir Megas.
Höfundur: Óttar Guðmundsson
Óttar Guðmundsson
Óttar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 29. apríl 1948, ólst þar upp og gekk í MR. Hann útskrifaðist úr Læknadeild HÍ 1975, fór í framhaldsnám til Svíþjóðar, lauk þaðan sérfræðiprófi í lyflækningum 1984 og skrifaði doktorsritgerð sama ár. Hann varð sérfræðingur í geðlækningum árið 1992. Hann hefur verið við nám í sögu og þýsku í Þýskalandi síðastliðin tvö ár.
Óttar hefur starfað sem heilsugæslulæknir í Keflavík, læknir og yfirlæknir á Vogi og sérfræðingur á Vífilsstöðum og Teigi. Hann starfar núna á geðdeild Kleppsspítala.
Ritaskrá
1990 Íslenska kynlífsbókin (tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna)
1992 Tíminn og tárið
1993 Það sem máli skiptir
1996 Kvennamaður deyr (skáldsaga)
2000 Listin að lifa, listin að deyja
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Skáldsagan Næturdrottningin eftir Simona Ahrnstedt

Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni ganga allt í haginn. Enginn veit hins vegar að hún er beitt fjárkúgun.
Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að...
Skáldsagan Sálarstríð eftir Steindór Ívarsson

Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og...
Sálfræðitryllirinn Rauði fuglinn eftir Elisabeth Egholm

Íslenskar plöntur í Foldarskart

Ferðasagan Washington eftir Jón Óksar Sólnes

Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og...
Spennusagan Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur

Bókin Geir H. Haarde ævisaga

Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason
.jpg?proc=Thumb)
Spennusagan Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björg Ægisdóttur

Stóra brauðtertubókin - majó majó majó & örlítið meira majó

Spennusagan Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána

Skádsagan Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason

