Spennusagan Ríki hinna blindu eftir Louise Penny
31.08.2021
Gömul kona á afskektum sveitabæ óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að lögregluforinginn Armand Gamache yrði skiptastjóri bús síns. Það kemur Armand spánskt fyrir sjónir, því að hann þekkir hvorki haus né sporð á konunni. Hann heldur því að um eitthvert grín sé að ræða, enda eru ákvæði erfðaskrárinnar býsna skrýtin og ólíkindaleg. En við líkfund fær erfðaskráin skyndilega aðra og ískyggilegri merkingu.
Þótt Armand sé í tímabundu leyfi frá störfum fer hann að rannsaka málið. Auk þess keppist hann við að reyna að leiðrétta það sem varð til þess að hann var skikkaður í leyfi. En við það þarf hann að horfast í augu við sjálfan sig …
Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Bækurnar hafa ekki aðeins setið í efstu sætum metsölulista heldur er höfundurinn margverðlaunaður fyrir þær.Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
16.07.2025
Skáldsagan Næturdrottningin eftir Simona Ahrnstedt
Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni ganga allt í haginn. Enginn veit hins vegar að hún er beitt fjárkúgun.
Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að...
16.07.2025
Skáldsagan Sálarstríð eftir Steindór Ívarsson
Sum leyndarmál fylgja manni ævina á enda.
Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og...
Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og...
16.07.2025
Sálfræðitryllirinn Rauði fuglinn eftir Elisabeth Egholm
Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimseþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til...
16.07.2025
Íslenskar plöntur í Foldarskart
Í þessari bók er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið...
16.07.2025
Ferðasagan Washington eftir Jón Óksar Sólnes
Washington DC vaknar til lífsins í fjörugri og tæpitungulausri frásögn þar sem víða er drepið niður fæti. Höfundur fer með lesendur í ferðalag um höfuðborg Bandaríkjanna og oft um ótroðnar slóðir.
Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og...
Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og...
16.07.2025
Spennusagan Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur
Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það...
06.11.2024
Bókin Geir H. Haarde ævisaga
Fáum dögum síðar skrifar Steindór afi minn mömmu í Noregi að amma mín hafi loks ákveðið að segja mér tíðindin og hann sé viss um að það hafi verið eins vel gert og hægt var miðað við aðstæður.
Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
06.11.2024.jpg?proc=Thumb)
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason
Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Að morgni er hann færður á spítala þar sem hann liggur fársjúkur og rifjar upp sælar og sárar stundir ævi sinnar. Á hugann leita meinleg örlög smaladrengs í sveitinni heima en fornar ástarraunir svífa...
06.11.2024
Spennusagan Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björg Ægisdóttur
Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar sem ekki hefur verið búið í hálfa öld. Hver kom þeim þar fyrir, hvers vegna og hvenær? Ung einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni sem virðist ekki...
06.11.2024
Stóra brauðtertubókin - majó majó majó & örlítið meira majó
Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu. Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga. Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga...
06.11.2024
Spennusagan Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána
Hörður Grímsson á ekki sjö dagana sæla. Hann er að rannsaka ólöglegt verðsamráð stórfyrirtækja en saknar þess að rannsaka alvöru glæpi. Einn daginn heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar. Eftir þrjá daga...
06.11.2024
Skádsagan Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason
Þegar Gesti Eilífssyni berst óvænt sendibréf leggur hann upp í langferð. Í Ameríku kynnist hann nýjum og framandi heimi en líka áður ókunnum hliðum á sjálfum sér. Á meðan breytist allt í firðinum hans heima. Hér lýkur Hallgrímur Helgason stórvirkinu...
