Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefni, viðburðir, fræðsla og ýmislegt sem bókasafnið býður upp á fyrir leikskóla, grunnskóla, tómstundaheimili og félagsmiðstöðvar

Tengiliður leikskóla og grunnskóla

Rósa Þóra Magnúsdóttir verkefnastjóri barna- og ungmennastarfs

Sími: 591 4550
Netfang: rosa@gardabaer.is og
bokasafn@gardabaer.is

Heimsóknir leik- og grunnskólabarna á Bókasafni Garðabæjar

Leikskóla – og grunnskólahópum er boðið að koma í safnkynningar og sögu – og fræðslustundir á bókasafninu.
Hóparnir fá fræðslu um bókasöfn, uppröðun safnefnis, meðferð bóka, rithöfunda og verk þeirra. Lesin er saga sem hæfir aldri og nemendum síðan boðið að skoða bækur, að spila, lita og föndra og jafnvel að leysa bókatengdar þrautir.
Kennurum er frjálst að hafa samband hvenær sem er til að panta tíma fyrir sinn hóp.
Allir leik- og grunnskólar geta nýtt sér bókakost safnsins og fengið safnefni að láni og leggur starfsfólk safnsins sig fram um að aðstoða við leit og val á lestrarefni.

Ratleikur úr heimi bókmennta

Nemendur leysa þrautir sem tengjast bókum og skipulagi bókasafnsins.
Getraun sem miðar að því að finna visst efni og svara spurningum um merkingar bóka. Fyrir yngri börn grunnskóla.
Panta tíma á bókasafni.

Heimildaleit

Aðstoð við að finna heimildir á safni og á leitir.is
Hvernig á að afmarka leit eftir efni og slíku
Hvernig er hægt að nota söfn utan Garðabæjar
Fyrir alla
Hægt að mæta á safnið sem og að panta tíma fyrir hópa

Höfundakynningar

Hægt að panta kynningu á ákveðnum höfundi
Vekjum athygli á hvar efni eftir viðkomandi höfund er á safni
Hvað höfundur hefur skrifað
Helstu æviatriðum og fleiru
Ætlað fyrir hópa
Öðru hvoru koma höfundar á bókasafn og kynna nýjar bækur – öllum opið – auglýst á samfélagsmiðlum og vef

Meðferð bóka

Nemendum er kennd meðferð bóka
Fara vel með bækur
Bækur eru verðmætar
Hvað ber að forðast í meðhöndlun bóka
Nota bókamerki
Verja þær fyrir skaða
Fyrir yngri nemendur grunnskóla
Panta tíma á bókasafni

Fastir liðir fyrir börn og unglinga - Bangsadagur

Bangsadagur er haldinn hátíðlegur 27. október og er þá bangsasögustund þar sem lesnar eru sögur. Bókasafnsbangsarnir taka vel á móti börnunum og hægt er að lita bangsamyndir.
Tilvalið að koma með leikskólabörn og yngstu tvo bekki grunnskóla til að taka þátt i getraun og fá fræðslu um daginn allan október.

Fastir liðir fyrir börn og unglinga –  Sumarlestur

Sumarlestur bókasafnsins stendur yfir frá miðjum júní fram í miðjan ágúst ár hvert. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börnin til lesturs yfir sumartímann svo að þau tapi ekki niður lestrarkunnáttu sinni í sumarfríi skólanna. Sumarlestri lýkur með uppskeruhátíð þar sem afhent eru verðlaun og viðurkenningar og boðið uppá skemmtiatriði og veitingar.
Fyrir öll grunnskólabörn.

Fastir liðir fyrir börn –  Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna fara þannig fram að börnin velja, bæði á bæjarbókasafninu og í skólabókasöfnunum, sínar uppáhaldsbækur sem komið hafa út síðastliðið ár. Útbúið er veglegt veggspjald með myndum af bókunum, sem auðveldar börnunum valið. Þetta verkefni er mjög lestrarhvetjandi því börnin velta fyrir sér titlum, höfundum og efni bókanna og vekur þannig athygli þeirra á þeim bókum sem útgefnar eru hér á landi og eru til á bókasafninu. Þrír heppnir þátttakendur fá bók í verðlaun.
Fyrir börn 6 -12 ára.

Fastir liðir fyrir alla –  Norræna bókasafnavikan

Í nóvember er Norræna bókasafnavikan og er henni ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum, en að dagskránni standa almennings- og skólabókasöfn á öllum Norðurlöndunum.
Lesið er upp úr bókum í samræmi við þema vikunnar hverju sinni.
Grunnskóla- og leikskólabörn velkomin í upplestur.
Panta þarf tíma á bókasafni.
Fyrir alla leikskóla- og grunnskólanemendur.

Fastir liðir - Lista- og föndursmiðjur

Bóksafnið býður upp á listasmiðjur þar sem börnin skapa eigin verk undir leiðsögn. Á aðventunni er jólaföndur á borðum í barnadeildinni og upplestur úr jólabókum.

Góð stund saman með fjölskyldunni á bókasafninu sem er umhverfi bóka, upplifunar og læsis. @allskonarlæsi @allirsaman @bokasafngb

Síðast en ekki síst.

Bókasafnið lánar út allskonar gögn.
Bækur
Tímarit
Tónlist
Hljóðbækur
Mynddiska (DVD)
Teiknimyndasögur

Spil

Bingóspjöld til foreldrafélaga í Garðabænum, fyrir skóla í Garðabæ





English
Hafðu samband