Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sköpunarskúffa Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi - 1.hæð

Sköpunarskúffan er "Makerspace" Bókasafns Garðabæjar og er á 1. hæð safnsins á Garðatorgi 7.

Athugið aðrar tímasetningar á sumrin. Vegna frekari upplýsinga, hafa samband á staðnum, með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is eða í síma 5914550.

Þrívíddarprentari

Hægt er að koma og prófa þrívíddarprentara miðvikudaga og föstudaga milli kl. 14:00 og 18:00 og sérstaklega auglýsta laugardaga yfir vetrartímann. 
Komdu og kannaðu möguleika þrívíddarprentunar. Hægt er að skoða ýmsa valkosti á Thingiverse.com.
Nauðsynlegt er að koma með USB lykil með verkefni eða koma og skoða á safninu. Við erum með möppu þar sem hægt er að skoða vinsælustu prentin.
Tímabókun er á bokasafn@gardabaer.is , í síma 5914550 eða í afgreiðslu safnsins.

Athugið að hugmyndin er ekki að taka á móti prentpöntunum í tölvupósti. Við viljum að einstaklingar komi og grúski sjálfir en starfsmenn safnsins eru alltaf tilbúnir að aðstoða og sýna möguleika prentarans.

Efnisverð: 1 meter af efni er á 100 krónur.

Í bili leyfum við einungis verkefni sem taka að hámarki 5 klst.
Forrit í tölvu: Ultimaker cura

Vínylskeri

Panta tíma á staðnum, með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is eða í síma 5914550. Fólk þarf að hafa grunnþekkingu á vínylskera til að nota tækið.

Gestir geta komið með eigið efni eða nota efni sem bókasafnið býður upp á gegn gjaldi. Gestir koma alfarið með fatafilmur til að strauja/ þrykkja / setja á fatnað. Við erum eingöngu með fyrir veggi, hurðir, glugga og harðan flöt.

Efnisverð:

1 meter kr. 2.200.
1 meter trans kr. 400.

Forrit  í tölvu: Greatcut 4

Sköpunarskúffan okkar er í stöðugri þróun. Fylgist með.

 

 
English
Hafðu samband