Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Safnið kaupir flestallar bækur sem gefnar eru út á íslensku, fræðibækur og afþreyingar- og fagurbókmenntir. Einnig eru keyptar skáldsögur og fræðibækur á ensku. Stefnan er sú að allir lánþegar geti fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Enn er boðið upp á myndefni til útláns en það er að minnka þar sem mikil fækkun hefur verið á útgefnum kvikmyndum og fræðsluefni á DVD diskum. Lögð er áhersla á að kaupa talsettar teiknimyndir fyrir börn. Sömu sögu er að segja um hljóðbækur.
Safnið kaupir einnig töluvert af tímaritum. Nýjustu eintökin eru til skoðunar á safni en eldri blöð eru til útláns.
Hægt er að fá ýmsar tegundir af spilum að láni. Borðspil, barnaspil, teningaspil, sígild spil, hlutverkaspil og mörg fleiri. Spilin eru lánuð út á fullorðinsskírteini og eru lánuð í 14 daga í senn

 

 

 

English
Hafðu samband