Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leshringir Bókasafns Garðabæjar

Klassíski leshringurinn

Leshringur hefur verið starfandi við bókasafnið frá árinu 2000 og er nú orðinn fastur liður í starfsemi bókasafnsins. Leshringurinn hittist annan hvern  þriðjudag kl. 10:30 yfir vetrartímann. Umsjónarmaður er Rósa Þóra Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur.

Allir eru velkomnir í leshringinn. 

Hinn klassíski leshringur Bókasafns Garðabæjar hittist annan hvern þriðjudag. 
Meðlimir fá fræðsluefni í hendur sem hópurinn fer yfir saman og ræða síðan höfunda, verk þeirra, stefnur og strauma og þematengd efni á léttu nótunum.
Kaffi í boði, notalegheit, skemmtilegt spjall og fræðsla.

Lauflétti leshringurinn

Vor og haust 2024 verður leshringurinn með nýjum hætti þar sem við fengum Jórunni Sigurðardóttir til liðs við okkur.

Bókasafn Garðabæjar stendur fyrir norrænum leshring í samstarfi við Norræna félagið í Garðabæ. Leshringurinn verður mánaðarlega frá janúar til maí, og september til nóvember þriðja fimmtudag í mánuði kl. 19. Útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir mun leiða leshringinn og lesnar verða norrænar bókmenntir sem komið hafa út í íslenskri þýðingu.

Takmarkað pláss og er skráningu hætt. Það er hægt að senda okkur tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is eða hringja í síma 5914550 ef hefur áhuga að fara á biðlista.

Dagskrá haustsins verður auglýst síðar í vefdagatali, veffrétt og á samfélagsmiðlum.

Lauflétti leshringurinn er búinn að vera starfsandi síðan haustið 2018. Lesefnið er allskonar og er ætíð ákveðið fyrirfram og er þetta árið með áherslu á norrænar bókmenntir.

Allir velkomnir. Hægt að skrá sig við komu eða með tölvupósti; bokasafn@gardabaer.is.
Dagskrá hverju sinni er undir viðburðir á heimasíðu bókasafnsins og facebook.


English
Hafðu samband