Pantanir á bókum: Hægt er að panta bækur og önnur gögn. Viðkomandi fær tölvupóst þegar bókin kemur inn og því er mikilvægt að lánþegar séu með rétt póstfang skráð hjá bókasafninu. Hafi pöntun ekki verið sótt innan tveggja virkra daga er hún lánuð öðrum. Einnig er hægt að taka frá bækur og önnur gögn á vefnum leitir.is, hvort sem þau eru í hillu eða útláni. Frekari leiðbeiningar eru hér, hvernig er hægt að taka frá bækur og gögn.
Tölvukostur: Í safninu eru tvær nettengdar tölvur fyrir almenning. Hægt er að fá útprentun og kostar hver A4 síða 50 kr. (í lit 100 kr.) og A3 100 kr. (í lit 200 kr.). Ekki er hægt að nota minnislykla í gestatölvur bókasafnsins. Á safninu er þráðlaust net og geta safngestir því komið með fartölvur sínar og farið frítt á netið. Þráðlausa netið tengist ekki prentara. Starfsfólk veitir aðstoð við heimildaöflun og notkun tölva.
Safnkynningar:
Bókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir alla
nemendur grunnskóla Garðabæjar. Tilgangurinn með safnkynningum fyrir skólanema
er að þeir læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt svo þeir geti nýtt sér það
sem best í námi og leik. Hægt er að panta safnkynningu í síma 591-4550 eða senda fyrirspurn á tölvupóstfangið bokasafn@gardabaer.is.
Sögustundir:
Panta þarf sögustundir með minnst eins dags
fyrirvara í síma 591 4550 eða á póstfangið rosa@gardabaer.is. Tilgreina þarf
fjölda og aldur barna sem lesa á fyrir. Að öðru leyti er öllum frjálst að koma í
bókasafnið hvenær sem er á opnunartíma þess til að skoða, lesa og lita eða gera
eitthvað annað skemmtilegt.
Innkaupstillaga: Hægt er að leggja inn innkaupstillögu ef bók sem leitað er að er ekki til í Bókasafni Garðabæjar. Það er gert með því að velja Innkaupstillaga sem er á heimasíðu safnsins og fylla út þar til gert eyðublað.
Heimsending bóka: Þeir sem eiga ekki heimangengt geta hringt á safnið í síma 591 4550 eða sent skilaboð með tölvupósti á bokasafn@gardabaer.is og fengið bækur og tímarit send heim.
Aðvörunar- og innheimtubréf :
Þegar lánstími gagna er að renna út fær lánþegi tölvupóst ef hann óskar þess og er með rétt netfang skráð í Gegni með áminningunni: „Lánstími eftirtalinna gagna er að renna út. Vinsamlegast athugaðu skiladagsetninguna. Ef endurnýjun er heimil þá getur þú endurnýjað a vefnum https://leitir.is, á bókasafninu eða með símtali.
Kynntu þér reglur um endurnýjun útlána á bókasafninu þínu.
Sending áminningarbréfa í tölvupósti er aukaþjónusta sem safnið veitir. Ekki má treysta á að þau berist. Það er alltaf á ábyrgð lánþega að skila gögnum safnsins.“
Þegar gögn eru komin í vanskil er sendur tölvupóstur á lánþega um það tvisvar sinnum og svo er hringt í viðkomandi áður en vanskilaútlán fara í innheimtu.