Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið er staður til að vera, hittast og mæla sér mót við aðra. Hægt er að njóta og dvelja á góðum íverustað. Starfsfólk aðstoðar gesti að leita að efni og nota það sem bókasafnið býður upp á. Stefnan er sú að allir lánþegar geti fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Safnið kaupir flestallar bækur sem gefnar eru út á íslensku, fræðibækur og afþreyingar- og fagurbókmenntir. Einnig eru keyptar skáldsögur og fræðibækur á ensku. Bækur fyrir fullorðna og börn eru lánaðar út í 30 daga, nýjar fullorðinsskáldsögur í 14 daga.

Safnið kaupir einnig töluvert af tímaritum. Nýjustu eintökin eru til skoðunar á safni en eldri blöð eru til útláns.

Enn er boðið upp á myndefni til útláns en það er að minnka þar sem mikil fækkun hefur verið á útgefnum kvikmyndum og fræðsluefni á DVD diskum.  Einnig er hægt að taka DVD spilara að láni. 

Hægt er að fá ýmsar tegundir af spilum að láni, Playstation leikir og Nintendo leikir. Hægt er að fá Nintendo Switch leikjatölvu að láni á fullorðinsskírteini. Einnig eru borðspil, barnaspil, teningaspil, sígild spil, hlutverkaspil og mörg fleiri. Spilin eru lánuð út á fullorðinsskírteini og eru lánuð í 14 daga í senn.

Viðburðir eru auglýstir á vef bókasafnsins og samfélagsmiðlum. Mælum með að fylgja Bókasafni Garðabæjar á Facebook og Instagram.

 

 

 

 

English
Hafðu samband