Sumarlestur- vertu með!
Fyrir hverja:Sumarlestur er fyrir öll börn á grunnskólaaldri og ekki síst þau sem eru að læra að lesa. Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn.
Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.
Hvernig:
Allar upplýsingar er varða persónu verða nýttar til tölulegrar úrvinnslu gagna. Þeim verður ekki deilt með þriðja aðila og eytt að sumarlestri loknum.
Sumarfjör
Þriðjudagar:Leshringurinn verður á hverjum þriðjudegi í sumar frá klukkan 14-15 frá 11. júní til og með 13. ágúst.
Reading circle for children and adults together. Will be held in Icelandic.
Þriðjudagsleikar: Stuð og stemmning í útileikjum með starfsfólki Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi. Boðið verður upp á tónlist, útikeilu, teygjó, snú snú, krítar og margt annað. Allir krakkar velkomnir.
Þriðjudagsleikar verða á hverjum þriðjudegi frá klukkan 13 – 15 frá 11. júní til og með 13. ágúst.
----English----
Tuesdaygames: Outdoor games with the library staff at the square in front of the library at Garðatorg 7. Music, outdoor bowling, jump rope, chalk and much more. All children welcome.
Tuesdaygames will be held every Tuesday from 13-15 from 11. June to 13th of August.
We will have a lightboard and Magna Tiles from 9 to 12 to play with. All children welcome.
Tæknifikt: Boðið verður tæknifikt inní Sköpunarskúffunni klukkan 13 alla miðvikudaga í sumar en þar er að finna þrívíddarprentara, vínylskera og saumavél. Á miðvikudögum í sumar verða í boði fjórir 30 mínútna kennslutímar í þrívíddarprentarann. Vinsamlegast pantið tíma í afgreiðslu bókasafnsins með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is, síma 5914550 eða á staðnum.
Fimmtudagssmiðjur:
Fimmtudagsfjör fyrir káta krakka er smiðja fyrir grunnskólabörn á milli klukkan 10 og 12. Lestrarhestur vikunnar er dreginn í lok smiðju og hlýtur glaðning að launum. Föstudagsfjör stendur yfir frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst.
Tímabil:
1.júní til 24.ágúst
Lokahátíð og verðlaunaafhending fer fram 24. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna í vefdagatali og Facebook bókasafnsins þegar nær dregur.
Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar gefur margar hugmyndir um hvar og hvernig er hægt að lesa. Hér er hægt að opna það á vefnum: sumarlæsisdagatal