Kvíðasnillingarnir

Hversu mikið hnjask þolir eitt strákshjarta?
Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakka á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á Aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa eftirminnilegra persóna, þar á meðal fríðum flokki af lævísum draumaprinsessum sem hrista upp í viðkvæmu tilfinningakerfi kvíðasnillinganna þriggja.
Hér kveður sér hljóðs ný rödd í íslensku bókmenntalífi. Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris Norland og hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Óvenjuleg stílgáfa helst í hendur við gráa íróníu, einlæga samkennd og óþrjótandi hugmyndagleði. Þetta er bók sem á erindi við samtíma sinn, full af hlýju, mannskilningi, gleði og töfrum.
Höfundur: Sverrir Norland
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Skáldsagan Næturdrottningin eftir Simona Ahrnstedt

Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni ganga allt í haginn. Enginn veit hins vegar að hún er beitt fjárkúgun.
Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að...
Skáldsagan Sálarstríð eftir Steindór Ívarsson

Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og...
Sálfræðitryllirinn Rauði fuglinn eftir Elisabeth Egholm

Íslenskar plöntur í Foldarskart

Ferðasagan Washington eftir Jón Óksar Sólnes

Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og...
Spennusagan Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur

Bókin Geir H. Haarde ævisaga

Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason
.jpg?proc=Thumb)
Spennusagan Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björg Ægisdóttur

Stóra brauðtertubókin - majó majó majó & örlítið meira majó

Spennusagan Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána

Skádsagan Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason
