Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

12.04.2022

Skáldsagan Systirin í storminum (Sjö systur) eftir Lucinda Riley

Skáldsagan Systirin í storminum (Sjö systur) eftir Lucinda Riley
Ally D’Aplièse er að fara að taka þátt í hættulegri keppni í skútusiglingum þegar hún fréttir af óvæntu og dularfullu andláti kjörföður síns. Hún hraðar sér til móts við systur sínar fimm á heimili fjölskyldunnar. Í ljós kemur að faðir hennar –...
12.04.2022

Skáldsagan eftir Ásu Marin Hafsteinsdóttur

Skáldsagan eftir Ásu Marin Hafsteinsdóttur
Þegar Sunna og Ársól fá bréf frá móður sinni sem segist vera við dauðans dyr á Spáni bregðast þær ólíkt við; Ársól vill drífa sig út en Sunna fyllist tortryggni. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Þó...
12.04.2022

Skáldsagan Að drepa hermikráku eftir Harper Lee er loksins komin á íslensku

Skáldsagan Að drepa hermikráku eftir Harper Lee er loksins komin á íslensku
Að drepa hermikráku kom fyrst út í Bandaríkjunum undir heitinu To Kill a Mockingbird árið 1960 og hefur nú selst í yfir 40 milljónum eintaka. Höfundur bókarinnar, skáldkonan Harper Lee, hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana en bókin er afar...
12.04.2022

Spennusagan Þernan eftir Nita Prose

Spennusagan Þernan eftir Nita Prose
Þernan Molly Gray er einstök. Hún er hrekklaus og rangtúlkar oft viðbrögð og viðhorf annarra. Amma hennar var vön að útskýra og einfalda heiminn fyrir henni en nú er hún ekki lengur til staðar og Molly þarf að standa á eigin fótum. Hún finnur sig í...
12.04.2022

Rómantísk skáldsaga eftir Josie Silver

Rómantísk skáldsaga eftir Josie Silver
Cleo Wilder, vinsæll höfundur pistla um makaleit, fær það verkefni hjá ritstjóranum sínum að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein. Cleo finnst hugmyndin frekar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún...
12.04.2022

Skáldsagan 1795 eftir Niklas Natt och Dag

Skáldsagan 1795 eftir Niklas Natt och Dag
Tycho Ceton er á flótta um skuggasund Stokkhólmsborgar; hundeltur, aleinn og auralaus. Upp hefur komist um glæpi hans og reglubræðurnir valdamiklu hafa snúið við honum baki. Hans eina von um að komast í náðina á ný felst í því að upphugsa djöfullega...
23.02.2022

Skáldsagan Þetta gæti breytt öllu eftir Jill Mansell

Skáldsagan Þetta gæti breytt öllu eftir Jill Mansell
Ef Essie hefði ekki skrifað þetta tölvubréf – sem enginn átti að sjá nema besta vinkona hennar en fór óvart til allra sem hún þekkti – væri hún enn örugg í fanginu hjá Paul og jafnvel að undirbúa brúðkaupið ...
En þá hefði hún aldrei flutt í...
23.02.2022

Skáldsagan Föli skúrinn eftir Philip Kerr

Skáldsagan Föli skúrinn eftir Philip Kerr
Í hitamollu síðsumars stefnir Evrópa í stórstyrjöld vegna skilyrðislausrar kröfu Þjóðverja um full yfirráð í hinum þýskumælandi Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu. Í skugga þeirra stórviðburða gengur laus í Berlín fauti sem drepur eingöngu ljóshærðar og...
23.02.2022

Skáldsagan Tjernobyl-bænin eftir rithöfundinn Svetlana Aleksíevítsj

Skáldsagan Tjernobyl-bænin eftir rithöfundinn Svetlana Aleksíevítsj
Þann 26. apríl 1986 urðu sprengingar í kjarnakljúfi í Tsjernobyl í Úkraínu sem ollu stærsta kjarnorkuslysi allra tíma...
13.12.2021

Skáldsagan Arnaldur deyr eftir Braga Pál Sigurðsson

Skáldsagan Arnaldur deyr eftir Braga Pál Sigurðsson
Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson morðinu og hví fléttast strákarnir úr 70 mínútum inn í...
06.12.2021

Barnabókin Lára lærir á hljóðfæri eftir Birgittu Haukdal

Barnabókin Lára lærir á hljóðfæri eftir Birgittu Haukdal
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fót[1]mál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Lára hefur yndi af tónlist og hana hefur lengi langað til að læra á hljóðfæri. En hvaða...
06.12.2021

Barnabókin Lára bakar eftir Birgittu Haukdal

Barnabókin Lára bakar eftir Birgittu Haukdal
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Lára vaknar eldsnemma og ætlar að koma pabba og mömmu á óvart. Hún læðist inn í eldhús með...
English
Hafðu samband