Kvíðasnillingarnir

Hversu mikið hnjask þolir eitt strákshjarta?
Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakka á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á Aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa eftirminnilegra persóna, þar á meðal fríðum flokki af lævísum draumaprinsessum sem hrista upp í viðkvæmu tilfinningakerfi kvíðasnillinganna þriggja.
Hér kveður sér hljóðs ný rödd í íslensku bókmenntalífi. Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris Norland og hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Óvenjuleg stílgáfa helst í hendur við gráa íróníu, einlæga samkennd og óþrjótandi hugmyndagleði. Þetta er bók sem á erindi við samtíma sinn, full af hlýju, mannskilningi, gleði og töfrum.
Höfundur: Sverrir Norland
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Hrollvekjan Veikindadagur eftir Bergrúnu Írisi og Sigmund Breiðfjörð

Smásagnasafnið Herörin eftir Ólaf Gunnarsson

Skáldsagan Þvingun eftir Jónínu Leósdóttur

Skáldsagan 9.nóvember eftir Colleen Hoover

Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í...
Skáldsagan Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur

Fræðibókin Breytingaskeiðið eftir Davina McCall

Jørn Lier Horst með spennusöguna Innsta herbergið

Gunnar Helgason með barnabókina Bella gella krossari

Ninni Schulman með spennusöguna Þegar allar klukkur stöðvast

Bæði morðin eru óvenju níðingsleg og...
Anders Roslund með spennusöguna Sofðu rótt

Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að...
Jill Mansell með skáldsöguna Þrennt sem er frábært við þig

Flo er í klípu. Hún er mjög hrifin af Zander en hin ógurlega...
Lee Child með bókina Hundaheppni í seríunni um Reacher
