Oona og Salinger

Hún var ung og heillandi – hann varð dularfyllsti rithöfundur 20. aldarinnar.
New York árið 1940. Jerry Salinger dreymir um að verða rithöfundur. Þegar hann kynnist hinni töfrandi en kornungu Oonu, dóttur Nóbelsskáldsins Eugene O’Neill, þróast vinátta þeirra fljótt yfir í ástríðufullt samband. Salinger er kallaður í herinn en Oona flytur til Hollywood í von um að verða leikkona. Meðan hann upplifir hrylling stríðsins og útrýmingarbúðir nasista verður hún ástfangin af leikstjóranum og gamanleikaranum Charlie Chaplin, þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Heimkominn úr stríðinu lokar Salinger sig af og skrifar. Skáldsaga hans Bjargvætturinn í grasinu er talin með merkustu bókmenntaverkum tuttugustu aldarinnar. Hann varð einn dularfyllsti rithöfundur síðari ára; Oona giftist Chaplin og eignaðist átta börn með honum. En hvaða þýðingu hefur æskuástin síðar á ævinni? Og skiptir aldurinn einhverju máli?
Franski rithöfundurinn Frédéric Beigbeder spinnur hér eftiminnilega sögu úr takmörkuðum heimildum. Örlög persónanna hrífa lesandann með sér og frásögnin, hvort heldur hún hverfist um stríðsátök í Evrópu eða bílífi fræga fólksins í Hollywood, er bæði forvitnileg og áhrifamikil. Beigbeder hefur áður skrifað ritgerðir, pistla, smásögur og átta skáldsögur sem þýddar hafa verið á fjölmörg tungumál.
Höfundur: Frédéric Beigbeder
Friðrik Rafnsson þýddi.
Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar
Bókin Geir H. Haarde ævisaga

Í opinskárri ævisögu sinni veitir Geir...
Skáldsagan Ferðalok eftir Arnald Indriðason
.jpg?proc=Thumb)
Spennusagan Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björg Ægisdóttur

Stóra brauðtertubókin - majó majó majó & örlítið meira majó

Spennusagan Dauðinn einn var vitni eftir Stefán Mána

Skádsagan Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason

Sjálfhjálpabókin Góð heilsa alla ævi án öfga eftir Geir Gunnar Markússon

Geir ¬Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem heilsuráðgjafi á Heilsu¬stofnun NLFÍ í Hveragerði.
Í þessum vegvísi að betra...
Barnabókin Ráðgátumyndasögur eftir Martin Widmark

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Fimmtán sjálfstæðar og skemmtilegar sögur af ráðagóðu...
Skáldsagan Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla...
Spennusagan Lífshættulegt loforð eftir Angela Marsons

ADHD fullorðinna eftir Báru Sif Ómarsdóttur og Sóley Dröfn Davíðsdóttur

Bókin varpar ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum.
Farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og...
Barnabókin Rágátugleraugun eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur

Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt.
Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit...