Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur

05.12.2022
Skáldsagan Tól eftir Kristínu EiríksdótturKvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni. Nákvæmlega hvernig tengdist hún hvalveiðimanninum Dimma, sem myndin hennar fjallar um? Hvers vegna vildi hún segja sögu hans? Er yfirleitt viðeigandi að hún geri það? Og hvað með Amalíu, sem hún klippti út úr myndinni?

Líkt og í fyrri verkum Kristínar Eiríksdóttur virðist allt blasa við en ekkert er sem sýnist. Frásögnin heldur lesandanum föngnum, nærgætin og miskunnarlaus í senn.

Kristín Eiríksdóttir hefur unnið að myndlist og skrifað leikrit og ljóð en þekktust er hún fyrir prósaverk sín, smásagnasafnið Doris deyr frá 2010, Hvítfeld – fjölskyldusaga frá 2012 og Elín, ýmislegt, sem kom út árið 2017. Fyrir hana fékk Kristín Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin, auk þess sem bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tól er níunda bók Kristínar.
Til baka

Fleira nýtt í Bókasafni Garðabæjar

16.10.2023

Hrollvekjan Veikindadagur eftir Bergrúnu Írisi og Sigmund Breiðfjörð

Hrollvekjan Veikindadagur eftir Bergrúnu Írisi og Sigmund Breiðfjörð
Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi...
16.10.2023

Smásagnasafnið Herörin eftir Ólaf Gunnarsson

Smásagnasafnið Herörin eftir Ólaf Gunnarsson
Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu...
16.10.2023

Skáldsagan Þvingun eftir Jónínu Leósdóttur

Skáldsagan Þvingun eftir Jónínu Leósdóttur
Maður finnst myrtur í sumarbústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist...
16.10.2023

Skáldsagan 9.nóvember eftir Colleen Hoover

Skáldsagan 9.nóvember eftir Colleen Hoover
Þú uppgötvar aldrei sjálfa þig ef þú týnir þér í einhverjum öðrum.

Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í...
16.10.2023

Skáldsagan Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur

Skáldsagan Valskan eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur
Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma. Helst af öllu langar hana að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, spássera um steinlögð stræti, sjá hallir og gullturna og hefðarfólk með hárkollur aka um í glæsivögnum. Að öðrum kosti vill hún verða...
16.10.2023

Fræðibókin Breytingaskeiðið eftir Davina McCall

Fræðibókin Breytingaskeiðið eftir Davina McCall
Við konur munum ALLAR ganga í gegnum þetta. Hvernig getur staðið á því að við vitum svo lítið um eitthvað sem mun hafa mikil áhrif á okkur og þær í kringum okkur? Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.
26.06.2023

Jørn Lier Horst með spennusöguna Innsta herbergið

 Jørn Lier Horst með spennusöguna Innsta herbergið
Lögregluforinginn William Wisting er kallaður í skyndi til fundar við ríkislögmann Noregs. Í sumarhúsi nýlátins og mikilsmetins stjórnmálamanns hafa fundist vísbendingar sem kunna að ógna þjóðaröryggi. Þess er gætt að rannsóknin á þessum vísbendingum...
26.06.2023

Gunnar Helgason með barnabókina Bella gella krossari

Gunnar Helgason með barnabókina Bella gella krossari
Gunnar Helgason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum, lesendum, öfum og ömmum. Bækurnar hans um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar eru í uppáhaldi hjá þeim öllum, auk þess sem þær eru margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar af hátíðlegum...
26.06.2023

Ninni Schulman með spennusöguna Þegar allar klukkur stöðvast

Ninni Schulman með spennusöguna Þegar allar klukkur stöðvast
Þegar frumsýning stendur fyrir dyrum á leikriti í litlum sveitabæ hverfur einn leikaranna. Stuttu síðar síðar finnst hún drukknuð. Nokkru seinna finnst lík ungs manns sem líka fór með hlutverk í leikritinu.
Bæði morðin eru óvenju níðingsleg og...
26.06.2023

Anders Roslund með spennusöguna Sofðu rótt

Anders Roslund með spennusöguna Sofðu rótt
Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri.
Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að...
26.06.2023

Jill Mansell með skáldsöguna Þrennt sem er frábært við þig

Jill Mansell með skáldsöguna Þrennt sem er frábært við þig
Hallie á sér leyndarmál. Hún er ástfangin. En það er ást sem er ekki líkleg til að raungerast. Og vinir hennar ætla ekki að hjálpa henni því þeir vita að Hallie á ekki langt eftir ...
Flo er í klípu. Hún er mjög hrifin af Zander en hin ógurlega...
26.06.2023

Lee Child með bókina Hundaheppni í seríunni um Reacher

Lee Child með bókina Hundaheppni í seríunni um Reacher
Jack Reacher er á sínu vanalega stefnulausa flandri um veröldina þegar hann kemst í kynni við eldri hjón sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem Reacher er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um...
English
Hafðu samband