Útlánareglur
Megnið af safnkosti Bókasafns Garðabæjar er til almennra útlána. Bókasafnsskírteinið gildir í eitt ár frá útgáfudegi þess. Lánþegar geta séð útlánastöðu sína með því að skrá sig inn á www.leitir.is og þar má líka endurnýja útlán, taka frá o.fl. Einnig er hægt að endurnýja útlán bæði símleiðis í síma 591 4550 og með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is. Greiða þarf sekt ef gögnum er ekki skilað á réttum tíma. Verði gagn fyrir tjóni meðan það er í útláni eða glatast ber lánþega að greiða skaðabætur sem nemur innkaupsverði viðkomandi gagns.
Lánþegaskírteini
- Sýna þarf persónuskilríki þegar einstaklingur fær bókasafnsskírteini í fyrsta sinn á Bókasafni Garðabæjar. Árgjald er samkvæmt gjaldskrá safnsins. Skírteini gildir einungis fyrir eiganda þess. Æskilegt er að hver bókasafnsskírteinishafi velji sér 4 til 8 tölustafi í leyninúmer/pin-númer. Það veitir aðgang að sjálfsafgreiðsluvélum, leitir.is (mínar síður) og Rafbókasafninu.
- Bókasafnaskírteini fengið á Bókasafni Garðabæjar gildir einnig á Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Kópavogs, Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar.
- Ávallt skal framvísa bókasafnsskírteini þegar safngögn eru fengin að láni.
- Börn og unglingar undir 18 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar greiða ekki árgjald. Aðrir greiða eftir gjaldskrá bókasafnsins.
- Börn yngri en 18 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldris eða forráðamanns. Ábyrgðareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Bókasafns Garðabæjar.
- Óheimilt er að lána fullorðnum gögn á barnaskírteini.
- Glatist kort þarf að greiða 750 kr. fyrir nýtt.
- Skírteinishafi (eða ábyrgðarmaður hans) ber ábyrgð á öllum gögnum sem skráð eru á hans nafn. Bækur, hljóðbækur og tímarit er lánað út í 30 daga, nýjar bækur, spil, mynddiskar, tölvuelikir, DVD spilari, Nintendo Switchí 14 daga. Alltaf þarf að hafa skírteinið meðferðis þegar gögn safnsins eru fengin að láni.
Stafræn bókasafnsskírteini
Nú er auðvelt að nálgast stafrænt bókasafnskort í símann þinn. Til þess þarftu að vera með rafræn skilríki, en annars getur starfsfólkið á bókasafninu aðstoðað þig.
Stafrænt kort virkar alveg eins og plastkortið, þú berð það undir skynjarann í sjálfsafgreiðslunni, eða sýnir það í afgreiðslunni til að starfsfólk skanni.