Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aukin útlán

20.01.2010

Á árinu 2009 jukust útlán í Bókasafni Garðabæjar um rúmlega 12 %.  Árið áður (2008 ) höfðu þau aukist um 6%.  Útlánaaukning í bókasöfnum er þekkt fyrirbrigði á krepputímum. Þegar atvinnuleysi eykst  hefur fólk meiri tíma og minna fé milli handa og notfærir sér því í auknu mæli þjónustu almenningsbókasafna. Bókasöfn eru líka meðal fárra staða þar sem hægt er að nálgast afþreyingu án þess að greiða aðgangseyri

Til baka
English
Hafðu samband