Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kisudagar

29.01.2010
Kisudagar

Kisudagar standa nú yfir í bókasafninu. Anna Ingólfsdóttir rithöfundur og jógakennari kemur og les úr ný útkominni bók sinni Mjallhvítur. Mjallhvítur er þrífættur kisi sem Anna á, en hann missti fót í slysi fyrir mörgum árum. Skólahópum leikskólanna hefur sérstaklega verið boðið að koma í bókasafnið og taka þátt í kisudögum.  Börnin eru mjög áhugasöm að hlusta og ekki spillir fyrir að Mjallhvítur kemur líka í heimsókn í eigin persónu. Það er heldur ekki á hverjum degi sem börnum gefst kostur á að berja augum þrífættan kött !

Til baka
English
Hafðu samband