Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur

27.05.2010
Sumarlestur

Börn sem taka þátt í sumarlestri fá afhenta lestrardagbók þar sem þau skrá allar bækur sem þau lesa ásamt blaðsíðufjölda. Sumarlestur stendur yfir í allt sumar eða frá 10. júní til 13. ágúst.
Allir krakkar á grunnskólaaldri eru velkomnir í sumarlesturinn. Þátttakendur fá viðurkenningarskjöl í lokin og þeir sem lesa mest í hverjum aldursflokki fá bók að launum. Lestrardagbókum þarf að skila til bókasafnsins í síðasta lagi 13. ágúst og verðlaunahátíð verður 19. ágúst kl. 11:00.

Til baka
English
Hafðu samband