Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt og betra bókasafn

18.01.2011
Nýtt og betra bókasafn

Gestir bókasafnsins hafa vafalaust tekið eftir því að undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun og breytingar á húsnæði þess. Nú er þeim lokið og verður safnið opnað formlega eftir breytingarnar 20. janúar. nk. kl. 16.

Skrifstofur og lesstofa ásamt handbókasafni hefur verið flutt upp á aðra hæð þar sem áður var félagsmiðstöð aldraðra, Garðaberg.  Eftir sem áður er gengið inn í safnið frá torginu, en lyftu og stiga hefur verið komið fyrir milli hæða. Nú að loknum breytingum getur safnið boðið upp á mjög góða aðstöðu til lestrar og námsvinnu. Barnadeild hefur verið stækkuð og miklar tilfæringar á hillubúnaði og bókakosti hafa átt sér stað á neðri hæð. Þar hefur stórum hluta alls bókakosts safnsins verið endurraðað í hillur, og er nú miklu rýmra bæði um búnað og bækur.

Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 9-19 (fyrsta föstudag í mán. 11-19), laugardaga (1.okt.-15.maí) 11-15. Lesstofan er opin á sama tíma og bókasafnið nema á þriðjudögum er hún opin 14-19.

 

Til baka
English
Hafðu samband