Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögustund í bókasafninu

03.10.2011
Sögustund í bókasafninu Börn frá deildinni Birkisel á leikskólanum  Hæðarbóli komu í heimsókn í Bókasafn Garðabæjar fimmtudaginn 29. sept. Börnin hlustuðu á söguna um Skessuna sem leiddist og féll hún vel í karmið því þau hafa undanfarið verið að fræðast um tröllskessuna Gilitrutt.
Þau fluttu líka þulu með hreyfingum starfsfólki bókasafnsins til milillar ánægju. Einnig fengu börnin bækling frá bókasafninu með fróðleik og skemmtilegum myndum þar sem þau gátu límt inn bókatré og bókaorma til að sýna að þau ætla að vera miklir lestrarhestar. Áhuginn í andliti þeirra leyndi sér ekki þegar þau fengu að skoða hinn fjölbreytta bókakost safnsins og það vakti mikla gleði að mega velja nokkrar bækur til að taka með í leikskólann.  Bókasafn Garðabæjar býður öllum leikskólahópum að koma í lestrarhvetjandi sögu- og fræðslustundir sem einnig vekja athygli barnanna á  öllu því skemmtilega og fróðlega efni og góðu aðstöðu sem bókasafnið hefur í boði fyrir yngstu bæjarbúana.
Til baka
English
Hafðu samband