Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Safnanótt 2012

01.02.2012
Safnanótt 2012

SAFNANÓTT - Föstudagur 10. febrúar 2012 

Bókasafn Garðabæjar,
Garðatorgi 7, opið hús kl.  19:00 - 24:00 

Kl. 20.00   Tónlistarflutningur.
Anna María Björnsdóttir jazzsöngkona flytur eigin lög.
Kl. 20:45   "
Draugar, galdramenn og dulúðugir staðir í Garðabæ." 
Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur um efnið.
Kl. 21:45   Draugasögulestur í Króki á Garðaholti. *
Leiklistarnemendur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar leiklesa draugasögu.

Bærinn Krókur opinn – boðið upp á kaffi. 

*Rúta frá Bókasafni Garðabæjar kl. 21:30 og ferð tilbaka á Garðatorg að loknum leiklestri og skoðunarferð um Krók.
 Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.  Gott dæmi um húsakosti og lifnaðarhætti alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar.  Bílastæði við samkomuhúsið á Garðaholti.

Hönnunarsafn Íslands,  Garðatorgi  1,  opið hús kl.  19:00-24:00

Kl. 19:00     Opnun á nýrri sýningu - ,,Sjálfsagðir hlutir“
kl. 19:30     Fjölskyldusmiðja
Kl. 21:00     Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í öðru ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Kl. 22.30     Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í öðru ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.

Minjagarðurinn að Hofsstöðum,  Kirkjulundi  – opið allan sólarhinginn
Í garðinum eru minjar af landnámsskála frá 9. öld og fjölbreytt og skemmtileg margmiðlunarsýning sem er aðgengileg á snertiskjám.


Til baka
English
Hafðu samband