Sögugöngur í Garðabæ
Fyrsta gangan verður 5.maí og þá verður gengið með Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um söguslóðir bókanna um Binnu og Móa hrekkjusvín, en þær gerast í Garðabæ. Þetta er hugsað sem fjölskylduganga sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt í og haft gaman af.
Lagt verður af stað frá bókasafninu kl. 11.
Þriðjudaginn 8. maí verður farið í göngu með Einari Má Guðmundssyni rithöfundi um Vífilsstaði.
Lagt verður af stað frá bókasafninu kl. 16:30. Í sögugöngunni mun Einar fjalla um tilurð og sögusvið bókar sinnar Draumar á Jörðu sem gerist að miklu leyti á Vífilsstöðum. Bókin er ein þriggja bóka Einars úr sagnaflokki sem út kom á árunum 1997- 2002. Þetta eru bækurnar Fótspor á himnum (1997) Draumar á Jörðu (2000) og Nafnlausir dagar (2002)
Skráning í bókasafninu eða í s. 5258550
http://www.gardabaer.is/frett/~/NewsID/14544